Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hugsunum sínum. Þessi meðalvegur sem skáldið uppgötvar að fara verði er stefna húmanismans með þroska mannsins að takmarki og æðstu hug- sjón. Skáldið er eftir sem áður með hug sinn bundinn við borgarastéttina. Hún er dauðanum vígð nema hún losni við andstæður sínar, finni þá meðalleið sem læknað geti sjúkdóm þjóðfélagsins. Þessa meðalleið ætlar hann þjóð sinni, Þýzkalandi, að ganga, og setur traust sitt á Weimar- lýðveldið. En skáldinu til sárra von- svika var andstæð leið farin, og hefst þá tímabil Doktors Faustus með tón- smiðinn Adrian Leverkiihn sem höf- uðpersónu. I þriðja sinn gerir Thom- as Mann þar gagngert endurmat á þjóðskipulagi auðvaldsins eftir sigur og fall fasismans og heimsstyrjöldina síðari og stendur þar á hæsta sjónar- hóli. Adrian Leverkiihn Skáldinu stendur listin liuga næst. Um eðli hennar og stöðu innan þjóð- félagsins hefur hann brotið heilann frá því hann stakk fyrst niður penna. Ifann tengir hana snemma að for- dæmi meistara sinna sjúkdómsein- kennum þjóðfélagsins. Enginn lista- maður í verkum Thomasar Manns gengur heill til skógar. Eigi þeir þrá til að vera heilbrigðir horgarar, láti þeir undan þrá sinni til að njóta ham- ingjusams lífs og vera í samræmi við þjóðfélagið eru þeir ekki listamenn lengur — ekki andans menn. Andi og líf eru í þjóðfélagi Thomasar Manns og í verkum hans ósættanlegar and- stæður sem reyndar þrá hvor aðra en fyrirlíta þó. Skáldið hefur ekki fyrr kornið auga á meðalveg sinn en hann sér listina afvegaleiðast út í æ hættu- legri ógöngur, einangrun og örvingl- un, samtimis því sem auðvaldsþjóð- félagið brunar lokaskeið sitt út í barbarisma nazismans. Skáldið reyn- ir að spyrna fæti við þessari þróun en fær ekki fremur en aðrir mennta- 'menn og skáld Þýzkalands af gamla skólanum rönd við reist, heldur hlýt- ur þau örlög, sjálfur æðsti fulltrúi horgaramenningar Þýzkalands, að hrekjast úr landi undan ofbeldi sinnar eigin stéttar, og hann sér, nú með glýju frá augum, nazismann, hið borgaralega afturliald, flana í sjúkri siðlausri valdagræðgi út í nýja styrj- öld með hrun Þýzkalands sem aug- ljósa afleiðingu. í öllu þessu sér hann samsekt listamannsins, sjúkdóm list- arinnar, samsekt sjálfs sín, og í Doklor Faustus rekur hann í fyrsta lagi harmsögu borgaralegrar listar og fellir yfir henni sinn stranga lokadóm. Adrian Leverkiihn er af skáldsins hálfu persónugervingur listamanns á lokastigi auðvaldsins. Hann er kom- inn af handverksmönnum og bænd- um, faðir hans, þjóðverji „af bezta tagi“, hneigðist að dulfræðilegri nátt- úruskoðun, föðurbróðir hans sem Adrian bjó hjá fyrstu skólaárin var 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.