Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hugsunum sínum. Þessi meðalvegur
sem skáldið uppgötvar að fara verði
er stefna húmanismans með þroska
mannsins að takmarki og æðstu hug-
sjón. Skáldið er eftir sem áður með
hug sinn bundinn við borgarastéttina.
Hún er dauðanum vígð nema hún
losni við andstæður sínar, finni þá
meðalleið sem læknað geti sjúkdóm
þjóðfélagsins. Þessa meðalleið ætlar
hann þjóð sinni, Þýzkalandi, að
ganga, og setur traust sitt á Weimar-
lýðveldið. En skáldinu til sárra von-
svika var andstæð leið farin, og hefst
þá tímabil Doktors Faustus með tón-
smiðinn Adrian Leverkiihn sem höf-
uðpersónu. I þriðja sinn gerir Thom-
as Mann þar gagngert endurmat á
þjóðskipulagi auðvaldsins eftir sigur
og fall fasismans og heimsstyrjöldina
síðari og stendur þar á hæsta sjónar-
hóli.
Adrian Leverkiihn
Skáldinu stendur listin liuga næst.
Um eðli hennar og stöðu innan þjóð-
félagsins hefur hann brotið heilann
frá því hann stakk fyrst niður penna.
Ifann tengir hana snemma að for-
dæmi meistara sinna sjúkdómsein-
kennum þjóðfélagsins. Enginn lista-
maður í verkum Thomasar Manns
gengur heill til skógar. Eigi þeir þrá
til að vera heilbrigðir horgarar, láti
þeir undan þrá sinni til að njóta ham-
ingjusams lífs og vera í samræmi við
þjóðfélagið eru þeir ekki listamenn
lengur — ekki andans menn. Andi og
líf eru í þjóðfélagi Thomasar Manns
og í verkum hans ósættanlegar and-
stæður sem reyndar þrá hvor aðra en
fyrirlíta þó. Skáldið hefur ekki fyrr
kornið auga á meðalveg sinn en hann
sér listina afvegaleiðast út í æ hættu-
legri ógöngur, einangrun og örvingl-
un, samtimis því sem auðvaldsþjóð-
félagið brunar lokaskeið sitt út í
barbarisma nazismans. Skáldið reyn-
ir að spyrna fæti við þessari þróun
en fær ekki fremur en aðrir mennta-
'menn og skáld Þýzkalands af gamla
skólanum rönd við reist, heldur hlýt-
ur þau örlög, sjálfur æðsti fulltrúi
horgaramenningar Þýzkalands, að
hrekjast úr landi undan ofbeldi sinnar
eigin stéttar, og hann sér, nú með
glýju frá augum, nazismann, hið
borgaralega afturliald, flana í sjúkri
siðlausri valdagræðgi út í nýja styrj-
öld með hrun Þýzkalands sem aug-
ljósa afleiðingu. í öllu þessu sér hann
samsekt listamannsins, sjúkdóm list-
arinnar, samsekt sjálfs sín, og í
Doklor Faustus rekur hann í fyrsta
lagi harmsögu borgaralegrar listar og
fellir yfir henni sinn stranga lokadóm.
Adrian Leverkiihn er af skáldsins
hálfu persónugervingur listamanns á
lokastigi auðvaldsins. Hann er kom-
inn af handverksmönnum og bænd-
um, faðir hans, þjóðverji „af bezta
tagi“, hneigðist að dulfræðilegri nátt-
úruskoðun, föðurbróðir hans sem
Adrian bjó hjá fyrstu skólaárin var
248