Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sér, en gegnum rifurnar milli rimlanna getur Árni samt séð armbandsúrin sem liggja og tifa innan við rúðuna. Hann horfir einnig á stóru stundaklukkuna og hugsar með sér að hann ætli að leyfa sekúnduvísinum að fara tíu hringi áður en hann fari inn. Meðan dyravörðurinn er að pexa við slána sem vill fá að sýna honum eitt- hvað í dagblaði stelst Áki inn í krána og hleypur sem skjótast að borði föður síns til þess að sem fæstir taki eftir honum. Faðirinn sér hann ekki strax, en einn hinna málaranna kinkar kolli í áttina til Áka og segir: — Strákurinn þinn er víst kominn. Faðirinn tekur drenginn á kné sér og strýkur skeggjaðri hökunni við vanga hans. Áki reynir að komast hjá því að horfast í augu við hann, en öðru hvoru heillast hann þó af rauðu rákunum í augnhvítunum. — Hvað vilt þú karl minn, segir faðirinn, en tungan er svo lin og málróm- urinn loðinn að hann verður að endurtaka setninguna nokkrum sinnum áður en hann sjálfur er orðinn ánægður með hana. — Ég átti að ná í peninga. Þá setur faðirinn hann hægt frá sér á gólfið, hallar sér aftur á bak og hlær svo hátt að félagar hans verða að hasta á hann. Meðan hann er að hlæja seilist hann niður í vasa sinn eftir buddunni, rekur gúmmísnúruna ófimlega utan af henni og leitar lengi unz hann finnur gljáfagran krónupening. — Hérna eru peningarnir Áki, segir hann, farðu og kauptu þér gott fyrir þá karl minn. Hinir málararnir vilja ekki vera síðri og gefa Áka sína krónuna hver. Hann heldur á peningunum í hendinni og flýr til dyra ringlaður og grátklökkur af smán. Og þegar hann hleypur út fram hjá dyraverðinum er hann dauðhræddur um að einhver kunni að sjá hann og þvaðra um það í skólanum að hann hafi séð Áka koma út úr ölknæpu í gær. Hann stanzar framan við glugga úrsmiðs- ins og meðan vísirinn snýst tíu hringi um ás sinn stendur hann þétt upp að rimlunum og veit að í nótt verður hann að leika sömu leikina og endranær, en hitt veit hann ekki hvort þeirra tveggja sem hann leikur fyrir hann hatar meira. Þegar hann kemur hægt fyrir hornið mætir hann augnaráði móður sinnar úr um það bil tíu metra hæð og gengur eins silalega og hann þorir í átt til útidyranna. Við hliðina á húsinu er kolasala og hann áræðir hvað sem taut- ar að leggjast á kné og stara dálitla stund niður um gluggann á karl sem er að tína kol í svarta skjólu. í sömu andrá og karlinn hefur lokið verki sínu kemur móðirin aftan að Áka. Hún kippir honum á fætur og tekur undir hökuna á honum til að komast að augunum. 276
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.