Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tók við ritstjórn IÖunnar dvaldist hann langtímum í Noregi, feröaöist þar um
og hélt fyrirlestra um ísland og varð ekki á betri landkynni kosiö. Eftir að Ið-
unn lagðist niður hefur Árni allmörg skipti kveðið sér hljóðs í Tímariti Máls
og menningar og víðar. Þó vildu menn að svo væri oftar, því að gott er á hann
að hlýða og kj arnyrt málfar hans.
Tímarit Máls og menningar þakkar Árna starf hans í þágu íslenzkrar menn-
ingar og árnar honum heilla á sjötugsafmælinu. Verður seint metið til fulls
það hlutverk sem hann vann með Iðunni, að ryðja braut djörfum hugsunum á
þriðja tugi þessarar aldar.
Um leið bið ég tímaritið fyrir persónulegar vinarkveðjur og þakklæti til
Árna og bið hann að afsaka þessi fátæklegu orð mín.
Kr. E. A.
SKÚLI ÞÓRÐARSON
r
Islendingar og friðarlireyfingin
i
yrir sjö árum síðan, þegar stofnað var
til samtaka þeirra er stóðu að friðar-
þinginu í Helsinki, var kalda stríðið í al-
gleymingi. Töldu þá margir hinna kunnustu
stjómmálamanna, að þriðja heimsstyrjöldin
væri óhjákvæmileg. En frumkvöðlum friðar-
samtakanna var það ljóst að meginþorra alls
mannkyns hryllti við tilhugsuninni um styrj-
öld og óskaði einskis fremur en að friður
héldist. Væru því allar horfur á að takast
mætti að halda friði, ef hægt væri að stofna
til nógu víðtækra friðarsamtaka. Helztu
máttarstólpar samtakanna voru í fyrstu
Rússar og bandamenn þeirra í Austur-Evr-
ópu ásamt Kínverjum. Ýmsir ágætir menn í
Vestur-Evrópu voru og frá öndverðu þátt-
takendur og jafnvel helztu foringjar sam-
takanna svo sem Joliot Curie. Á örskömm-
um tíma náði hreyfing þessi furðulega mik-
illi útbreiðslu og varð eitthvert sterkasta
aflið í baráttunni gegn ófriði. Hún átti til
dæmis mikilvægan þátt í vopnahléinu í
Kóreu, friðarsamningunum í Indó-Kína og
fundi forustumenna stórveldanna í Genf.
Friðarþingið í Helsinki kom saman hinn
22. júní síÖast liðinn. Þingið sóttu um 2000
fulltrúar frá 68 þjóðum, og komu þeir fram
fyrir hönd mörg hundruð milljóna manna
viðs vegar um heim. Þingið stóð í viku og
vann af kappi að samningu starfs- eða
stefnuskrár friðarhreyfingarinnar á næstu
árum, og varð allur þingheimur sammála
um nokkur mikilvæg stefnuskráratriði.
Samkvæmt ályktunum þeim, sem sam-
þykktar voru um stefnuskrána, er baráttan
fyrir algeru fullveldi allra undirokaðra
þjóða helzta hlutverk friðarhreyfingarinnar
á næstunni. Þingið taldi að allt misrétti
milli þjóða og einstaklinga væri ógnun við
friðinn þar eð hinir kúguðu myndu ekki
198