Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
'hlustaði hann eftir dularfullum saung. Hann var viss um að það væri hin æðsta hamíngja,
að fá augun opin fyrir dularheimi álfanna. 5
En þegar Gvendur litli fer þrettán ára í þrjá mánuði á prestssetrið til þess að
læra kristindóm, reikning og náttúrufræði, þá hlæja hin börnin að honum
vegna huldufólkstruar hans; honum er sagt, að huldufólk sé ekki til.
A prestssetrinu kynnist hann Unu, dóttur prestsins, en hún er alltaf góð við
drenginn, þó að aðrir krakkar hrekki hann. Þau Una eru fermd saman. En
kristindómurinn, „hin nýa trú, sem heiðadreingnum var innprentuð eftir að
huldufólkstrúnni slepti“ (7), hefur engin áhrif á hann. Á fermingardegi þeirra
Unu er haldin veizla á prestssetrinu. Guðmundur situr við hlið Unu, og kring-
um þau meðal gestanna nokkrir unglingar neðan af fjörðum — „kaupstaða-
únglíngar“:
Þeir virtust kunna alt og geta alt. Þeir vóru ekki hissa á neinu. Þeir töluðu hiklaust, vóru
ekki feimnir við neinn, notuðu orð, sem vóru fátíð til sveita, piltarnir reyktu vindlínga,
vóru í reiðbuxum með fallegu sniði og jakka með spælum, slaufur þeirra vóru fallega
bundnar, drættirnir í andlitum þeirra vóru reglulegir, hárið vel klipt, tal þeirra, limaburður
og fas var gætt glæsilegu skeytíngarleysi, öryggi, óskammfeilni, fyrirlitníngu, lipurð,
mannasiðum og allskonar kurteisi. Þar vóru úngar kaupmannsdætur með hvítar hendur,
töfrandi líkamshreyfíngar, klipt hár, armbönd, klæddar í stutta kjóla, fullkomnar eins og
útlendar myndir, undursamlegar eins og teikn á himni. Þær höfðu verið í Reykjavík. Þær
höfðu séð alt, og vissu alt. Sveitapiltar þorðu ekki að tala við þær. Sveitapiltar vóru í ljót-
um stígvélum, rauðir í framan, með óklipt hár. Sá sem kunni að hreyfa sig í takt við þær,
öðlast hlutdeild í gleði þeirra, — það minti á sæluna eilífa. 8—9
Guðmundur er ákaflega feiminn í þessum félagsskap, þar sem haim situr „í
bláum fötum, sem höfðu verið keypt af dreing, sem fermdist í fyrra“ (8). Hann
finnur einnig, að hann gerir allt vitlaust: „Hann borðaði vitlaust og drakk vit-
laust. Krásirnar brögðuðust í munni hans eins og fúinn viður.“ Kaupstaða-
piltarnir gera í laumi gys að heiðardrengnum; það heyrist hvíslað: „Hnútur-
inn á slaufunni hans er úthverfur", og stúlkurnar flissa. En hann hefur trúað
Þóri vinnumanni fyrir að binda hnútinn þá um morguninn. „Dreingurinn
stokkroðnaði og stakk hnífnum upp í sig enn klaufalegar en nokkru sinni
fyr.“ (9)
Þegar æskan fer að leika sér í vornóttinni eftir borðhaldið — en nóttinni er
lýst með Ijóðrænum orðum —, þá laumast Gvendur litli burt, án þess að nokk-
ur virðist taka eftir því:
Hann settist uppi í hlíðinni fyrir ofan túngarðinn og hlustaði á hlátra þeirra og gleðióp
berast gegn um næturkyrðina. Hann var ákveðinn í að gánga upp í heiðina og koma aldrei
284