Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Verzlunarbækur og önnur viðskipta-
gögn fyrirtækisins fylgdu verzlunar-
húsunum við söluna svo sem sjálf-
sagður hluti þeirra, og hinir nýju eig-
endur komu þeim fyrir til geymslu á
lofthæð húsanna. Svo fór þó að lok-
um, að þeir töldu sig þurfa að nota
þetta geymslupláss til annars og fóru
þess á leit við siglfirzk bæjaryfirvöld,
að þau tækju að sér varðveizlu þessa
dýrmæta skjalasafns.
Sögumaður minn lýsti því mjög
sárlega, hvernig hinir nýju eigendur
verzlunarhúsanna hefðu gengið fyrir
hvern bæjarembættismanninn af öðr-
um þessara erinda, en þeir allir borið
við geymsluleysi og vikið frá sér allri
ábyrgð um afdrif skjalasafnsins.
Eigendur gömlu verzlunarhúsanna
tóku sér hin siglfirzku bæjaryfirvöld
til fyrirmyndar, vörpuðu einnig frá
sér allri ábyrgð um afdrif skjalasafns-
ins og létu bera það úr húsum sínum
og fleygja því út fyrir vegg. Þar lá
það alllengi, án þess að nokkur veitti
því eftirtekt nema nokkur siglfirzk
börn, sem áttu sér leika saman þarna
í grennd, og sáust stundum blaða
í gömlu verzlunarbókunum og dást
að því, hve þær væru fallega skrif-
aðar.
En börnin á Siglufirði fengu ekki
lengi að njóta þeirrar ánægju að
blaða í gömlu verzlunarbókunum,
sem fullorðna fólkið vildi hvorki sjá
né nýta, því að einn góðan veðurdag
tók einhver sig til og lét kasta þeim í
sjóinn. Þar með var endanlega tor-
tímt aðalheimildunum um atvinnu-
þróun Siglfirðinga um 35 ára skeið.
Ég er að vísu fæddur í Reykjavík,
en dvaldist á æskuárum mínum á
Siglufirði og tel mig sjálfur Siglfirð-
ing og vona, að gamlir Siglfirðingar
a. m. k. geri það líka, þó að ég hafi
ekki dvalizt á Siglufirði síðan ég fór
í skóla haustið 1922. Mig tók mjög
sárt að frétta um afdrif gömlu sigl-
firzku verzlunarbókanna og kveinka
mér við að gera tortímingu þeirra að
opinberu umtalsefni. En ég treysti
því, að gamlir vinir mínir á Siglufirði
skilji tilgang minn. Ég rek þessa sögu
vegna þess þjóðarmálefnis, sem hér
er í húfi. Frá því er mér var sögð
sagan um tortímingu gömlu siglfirzku
verzlunarbókanna hefur þetta málefni
ekki horfið úr huga mér, þó að ekki
hafi orðið af því fyrr en nú, að ég
kveðji mér hljóðs um það. En ég tel
það skyldu mína sem safnamanns að
reifa þetta mál opinberlega.
Ég veit ekki, hver orðið hafa örlög
gamalla verzlunarbóka annars staðar
á landinu, nema þeirra, sem geymdar
eru í Þjóðskjalasafninu og ég gat um
áður, en ég vona, að ennþá sé tími til
stefnu að forða a. m. k. nokkurum
þeirra frá tortímingu.
En því miður munu mistök okkar
Siglfirðinga ekki vera einsdæmi um
afdrif íslenzkra verzlunarbóka, þótt
lítil bót sé það okkur. Mér hefur t. d.
sagt Oscar Clausen fræðimaður, að
218