Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um í Sviss. Höfuöpersónan er ungur
verkfræðingur frá Hamborg, Hans
Castorp, sem fer þangað í sumarleyfi
til að heimsækja frænda sinn er ligg-
ur á hælinu. Hann ætlar sér að dvelj-
ast þar aðeins þrjár vikur en varð
reyndar innlyksa í sjö ár eða fram að
fyrri heimsstyrj öld er hristi svo af
honum drungann að hann yfirgaf hæl-
ið. Eftir frásögn höfundar eru drögin
til þessarar skáldsögu að rekja til árs-
ins 1912. Kona skáldsins dvaldist þá
hálft ár á þessu berklahæli og hann fór
þangað til að heimsækja hana og lá
við sjálft að færi fyrir honum eins og
Hans Castorp. Hann kvefaðist og yfir-
læknirinn fann „blett“ í lunga hans og
ráðlagði honum að vera á hælinu
fyrst um sinn í hálft ár. En Thomas
hlýddi ekki fyrirmælum hans og kaus
í staðinn að rita sögu sína um hælið.
Sýnir hann þar fram á hvernig lækn-
ar og allt andrúmsloft á staðnum
vinnur að því að kyrrsetja þar hvern
sjúkling til langdvalar og veikja mót-
stöðuafl þeirra. Urðu mikil skrif um
bókina í læknatímarit er leiddu til
endurskoðunar á meðferð berkla-
sjúklinga.
Lýsing á sjúkrahælinu er þó ekki
nema ytra borð sögunnar. í meðferð
höfundar verður Töfrafjallið að eins-
konar táknmynd alls sjúkleika evrópu-
menningarinnar, og í sögunni koma
fram fulltrúar hennar af ólíkum þjóð-
um eða eins og skáldið sjálft segir
„samnefnarar, fulltrúar og boðberar
ýmiskonar andlegra stefna, lögmála
og hugmyndaheima“. í þessum af-
lukta heimi „hið efra“ í háfjöllunum
endurspeglast í tærari rnynd líf „flat-
lendisins“ eða mannfélagsins „hið
neðra“, og andstæðustu lífsstefnur
berjast um hina einföldu sál Hans
Castorps, en hann leitar um leið
þroska og tilveran skín honum í æðra
ljósi.
Samtímis því sem Töfrafjallið var
í smíðum hafði höfundurinn, einkum
öll stríðsárin, lagt sig fram um að
brjóta til mergjar vandamál Evrópu,
og Þýzkalands sérílagi, jafnt stjórn-
mál, hagfræði sem lífsskoðanir og
menningarstefnur, og komu þessar at-
huganir hans út í stóru riti sem nefnist
Stjórnmálahugleiðingar leihnanns
(Betrachtungen eines Unpolitischen),
samdar 1915—17. í sögum hans er að
framan getur ágerðist að öðrum
þræði íhaldssöm stefna, löngun til að
reisa við hinn „sjúka“ borgara og
hallast að prússneskum aga sem gefa
skyldi þjóðinni bakfisk og herða hana
til átaka. Og þegar styrjöldin skall á
slóst Thomas Mann í fylgd með þeim
sem veittu keisaravaldinu stuðning og
réttlættu stríðið, öfugt við bróður
sinn, rithöfundinn Heinrich Mann
sem tók afstöðu gegn styrjöldinni frá
upphafi. Þessi pólitísku heilabrot
skáldsins ásamt reynslu styrjaldarár-
anna leiddu hins vegar til þeirrar nið-
urstöðu að hann skipti algerlega um
skoðun og gerðist heitur fylgismaður
234