Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um í Sviss. Höfuöpersónan er ungur verkfræðingur frá Hamborg, Hans Castorp, sem fer þangað í sumarleyfi til að heimsækja frænda sinn er ligg- ur á hælinu. Hann ætlar sér að dvelj- ast þar aðeins þrjár vikur en varð reyndar innlyksa í sjö ár eða fram að fyrri heimsstyrj öld er hristi svo af honum drungann að hann yfirgaf hæl- ið. Eftir frásögn höfundar eru drögin til þessarar skáldsögu að rekja til árs- ins 1912. Kona skáldsins dvaldist þá hálft ár á þessu berklahæli og hann fór þangað til að heimsækja hana og lá við sjálft að færi fyrir honum eins og Hans Castorp. Hann kvefaðist og yfir- læknirinn fann „blett“ í lunga hans og ráðlagði honum að vera á hælinu fyrst um sinn í hálft ár. En Thomas hlýddi ekki fyrirmælum hans og kaus í staðinn að rita sögu sína um hælið. Sýnir hann þar fram á hvernig lækn- ar og allt andrúmsloft á staðnum vinnur að því að kyrrsetja þar hvern sjúkling til langdvalar og veikja mót- stöðuafl þeirra. Urðu mikil skrif um bókina í læknatímarit er leiddu til endurskoðunar á meðferð berkla- sjúklinga. Lýsing á sjúkrahælinu er þó ekki nema ytra borð sögunnar. í meðferð höfundar verður Töfrafjallið að eins- konar táknmynd alls sjúkleika evrópu- menningarinnar, og í sögunni koma fram fulltrúar hennar af ólíkum þjóð- um eða eins og skáldið sjálft segir „samnefnarar, fulltrúar og boðberar ýmiskonar andlegra stefna, lögmála og hugmyndaheima“. í þessum af- lukta heimi „hið efra“ í háfjöllunum endurspeglast í tærari rnynd líf „flat- lendisins“ eða mannfélagsins „hið neðra“, og andstæðustu lífsstefnur berjast um hina einföldu sál Hans Castorps, en hann leitar um leið þroska og tilveran skín honum í æðra ljósi. Samtímis því sem Töfrafjallið var í smíðum hafði höfundurinn, einkum öll stríðsárin, lagt sig fram um að brjóta til mergjar vandamál Evrópu, og Þýzkalands sérílagi, jafnt stjórn- mál, hagfræði sem lífsskoðanir og menningarstefnur, og komu þessar at- huganir hans út í stóru riti sem nefnist Stjórnmálahugleiðingar leihnanns (Betrachtungen eines Unpolitischen), samdar 1915—17. í sögum hans er að framan getur ágerðist að öðrum þræði íhaldssöm stefna, löngun til að reisa við hinn „sjúka“ borgara og hallast að prússneskum aga sem gefa skyldi þjóðinni bakfisk og herða hana til átaka. Og þegar styrjöldin skall á slóst Thomas Mann í fylgd með þeim sem veittu keisaravaldinu stuðning og réttlættu stríðið, öfugt við bróður sinn, rithöfundinn Heinrich Mann sem tók afstöðu gegn styrjöldinni frá upphafi. Þessi pólitísku heilabrot skáldsins ásamt reynslu styrjaldarár- anna leiddu hins vegar til þeirrar nið- urstöðu að hann skipti algerlega um skoðun og gerðist heitur fylgismaður 234
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.