Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
meS þungri undiröldu, öll hlaðin
innri spennu, þrungin af hugkvæmni
og vizku og óumræðilega næmum
skilningi á mannlegu lífi og mannleg-
um aðstæðum. Persónurnar rísa eins
og fjöll af jafnsléttu með löngum að-
draganda og miklum smágróðri við
rætur og í hlíðum. Hann mótar þær
hægt og varlega, gefur nákvæma lýs-
ingu á umhverfi þeirra, venjum og
háttum, hugarfari og sálarlífi. Þær
eru látnar bregða ljósi hver á aðra frá
mörgum hliðum, spegla sig í hugrenn-
ingum og draumum sjálfra sín. Hann
skýrir þær í ljósi margbreytilegra
andstæðna. Hann fylgir svo persónu-
sköpun sinni eftir að slíks eru fá
dæmi, svo að þær standa fyrir manni
að lokum sem ógleymanlegar nýjar
manngerðir og þó sem lifandi ein-
staklingar. Hann hefur sjálfur oft gert
ýtarlega grein fyrir því hvernig verk
hans urðu til. Skáldsagan Doktor
Faustus er lýsing par excellence á list-
sköpunarstarfi, eflaust að drjúgum
hluta skáldsins sjálfs, og hann hefur
ritað sköpunarsögu þessa verks sem
gerir heila bók. Thomas Mann er stíl-
snillingur á þýzka tungu svo að við-
brugðið er, og fjölmargir kaflar í
verkum hans eru unaðslegur lestur
vegna stílfegurðar og máls. Einkenni
stílsins eru framar öðru nákvæmni og
festa og tindrandi gamansemi og skop
sem farið er með af óviðjafnanlegu
listfengi, hvergi tranar sér fram en
liggur hvarvetna í leyni sem dulinn
unaður í verkinu öllu. Skáldið hefur
unnað tónlist frá æsku og kynnt sér
hana til hlítar, eins og bezt má vita af
Doktor Faustus þar sem hann semur
sjálfur tónsmíðar Adríans og útlistar
þær. Bygging flestra verka hans mun
sniðin eftir tónlistarlögmálum og gef-
ur þeim ekki sízt hina djúpu fyllingu.
Við lifum, eins og sagt er, á öld
hraðans, öld byltinga og styrjalda, á
öld kjarnorkunnar. Bíllinn, flugvélin,
síaukinn snúningshraði, eru einkenni
aldarinnar. Fyrir augum er allt á
hendingsflugi, hvergi andartaks við-
dvöl. Allir tjalda til einnar nætur.
En hvað er um þennan hraða? Þeg-
ar betur er íhugað er hann aðeins á
yfirborðinu. Undir niðri í þjóðfélög-
unum liggja þungir hægir straumar
sem í raun réttri ákveða allt, líka yfir-
borðshraðann.
Hvaðeina í mannfélaginu skapast
af vinnu, stöðugri þrautseigri vinnu
kynslóð fram af kynslóð. Á bak við
bifreiðarnar, flugvélarnar, kvikmynd-
irnar, útvarpið liggur hið rólegasta,
þrautseiga starf hins nákvæma íhug-
ula vísindamanns sem þokar sér áfram
fet fyrir fet, stig af stigi eftir síendur-
teknum tilraunum.
Skáldin sem aðrir verða að sjálf-
sögðu að fylgjast með öld hraðans.
Tíminn hleypur frá manni, er endur-
tekið spakmæli. Skáld sem ekki berst
með tízkunni verður aftur úr. Lesend-
urnir hlaupa frá því. í óðagoti sínu á
262