Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 15
KRISTINN E. ANDRÉSSON
Magnús Ásgeirsson
IN MEMORIAM
Hver kynslóð hefur sitt landslag,
sléttlendi, hæðir og fjoll, einnig
sínar árstíðir, og fyrir sumar þeirra
vorar snemma.
FjöII hafa þau einkenni að draga
til sín allan gróður jarðar, hinn frjóa
af láglendinu og hinn karga sem
þroskast upp við tindana. Ef gengið
er upp fjall í hitabeltislöndum er eins
og lagt sé upp frá miðjarðarlínu og
haldið norður undir heimsskaut,
þannig breytist gróðurinn og hleðst á
eitt fjall. Og efst á brún sér yfir það
sem á j örðu vex, og fyrstur að morgni
roðast tindurinn ljósi sólar og eins
síðast að kvöldi.
Sú náttúra er mikil guðsgjöf að
geta lyft sér og orðið eitt af fjöllun-
um í landi sinnar kynslóðar og dreg-
ið að sér sem mest af gróðri og gefið
honum jarðveg, skjól og líf í hlíðum
og brekkum og látið breiðast fjöl-
skrúðuglega úr honum móti sólar-
geislunum hvert vor.
Mesta gróskuna ber láglendið. Þar
liggja hinir víðu frjósömu akrar.
Hlutskipti fjallsins er að spegla lífið
í fjölbreytni sinni, jafnt hið harðlega
sem hið gróskumikla. Og fjallið hef-
ur annað einkenni: segulmagn í sjálfu
sér. Vitaskuld væri það kalt og auðn-
arlegt nema fyrir gróður sinn sem
við njótum í hverju spori á leiðinni
upp, og getum haldið áfram að dást
að endalaust. En engu að síður hröð-
um við margsinnis för okkar fram hjá
öllum gróðri, eins og einungis til þess
að komast hærra og hærra. Og hvers
vegna? Til þess að öðlast útsýn, sjá
umhverfið af hærra sjónarhóli, sjá
landslagið í fjölbreytni sinni, sjá yfir
á næstu tinda og yfir landið allt í
kring. Einmitt víðsýninu af fjallinu,
þar sem loftið er tært og létt, fylgir
einhver djúp sælukennd sem lætur
mann finna til sjálfs sín að innstu rót-
um, til tignar sinnar í veröldinni, til
nálægðar við uppsprettu ljóssins og
samhlj óms við lífið í æðstu fegurð.
Hinar sömu tilfinningar og náttúr-
an gefa manni listir og bókmenntir.
Þeir sem fremstir standa með hverri
205