Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 105
HEIÐIN
lýsing en áður á Oddu gömlu. Hún er þreytt og erfitt fyrir hana að komast upp
stigann:
Ojá, hún var orðin gömul, hróið, og sjálfsagt hafði margt borið við í heiminum síðan hún
fæddist á einum efsta bænum í dalnum suður með heiðinni. Hún byrjaði æfina sem afdala-
kona og endaði sem heiðakona. Og hvað sem hver sagði, síst var fyrir það að synja: fé
þreifst vel hér í heiðinni, þótt hitt gæti verið satt, að heyskapurinn nægði ekki til að fram-
fleyta kú. Guð vildi nú einu sinni hafa það svo. 112
Tóljli. kajli fbls. 114—119). — Kaflinn hefst á stuttri lýsingu á jarðarför
heiðarkonunnar:
Nokkrum dögum síðar stóðu tíu hræður í frosti yfir moldum heiðakonunnar. Hún fór
þögul gegn um lífið. En þegar hún var grafin stóðu nokkrir karlmenn úti í frostinu og
súngu tvö vers af Alt eins og blómstrið eina. Síðan var sú saga á enda. Hvað er maðurinn?
Spegilmynd. 114
Læknirinn kemur að heimili sínu með drenginn. í eldhúsinu, sem í augum
Guðmundar er „skrautlegt eins og konúngshöll og ljósið bjartara en nokkurn
tíma hafði sést á jólum í heiðinni“ (115), stendur ung stúlka við eldstóna.
-,Hún var tröllaukin um lendarnar og kálfarnir á henni svo þreknir og boga-
dregnir í formunum, að það næstum hafði áhrif á dreinginn eins og eitthvað
ósiðlegt.“ (116) Þegar Guðmundur snýr bakinu að henni til að þvo sér, eins
og læknirinn hefur skipað honum, fer hún að hlæja: „Nei, Jesús minn, það er
blá bót á rassinum á manninum! sagði hún og flissaði og flissaði.“ (117)
Ráðskonan Laufey skammar Þórunni fyrir flennugang hennar. Kaflanum lýk-
ur með þrætu milli þessara kvenna, sem virðast álíta sig keppinauta um hylli
læknisins.
Þrettándi kajli (bls. 119—134). -— Þórunn er að tala við Guðmund, segist
ætla að klippa hann við tækifæri; hann þurfi líka að fá sér nýjar buxur o. fl.,
til þess að verða „alveg eins góður og þeir hinir hérna“:
Dreingurinn bara roðnaði eins og æfinlega, þegar úng stúlka vék að persónu hans. Sjálf
var hún í miklu ljótari kjól en í gærkvöldi, en frá hinum dýrslega fullkomna líkama hennar
lagði einhverja laðandi galdra, sem múlbundu dreinginn á sál og líkama. Þessi gaidur var
enn sterkari í holdi hennar að morgni en að kvöldi. Það var næstum ótrúlegt að slíkur
kvenmaður skyldi vera tii. Skyldi svona tröllaukinni og ákveðinni stúlku nokkumtíma geta
dottið í hug að verða skotin í nokkrum manni, hugsaði hann, og fanst það í meira lagi
ólíklegt. Það var eins og hún hefði alt í sjálfri sér. 121
295