Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 143
UMSAGNIR UM BÆKUR
lausu máli sem frá henni eru runnin, hin
elztu þeirra þó aðeins í brotum. Allt efni
sögunnar er þó til í yngri gerðum og þýð-
ingum, meSal annars á norrænu.
Sá franskur fræSimaSur sem manna mest
rannsakaSi þessar leifar á sinni tíS, Joseph
Bédier, lét ekki viS þaS sitja aS gera þeim
fræSileg skil, heldur tókst hann á hendur
aS endursemja söguna í lausu máli á nú-
tímafrönsku í þeirri mynd sem hann taldi
upphaflegasta. Ur þessu varS bók sú sem
prófessor Einar Ól. Sveinsson hefur nú þýtt
á íslenzku. Hún er löngu orSin klassískt rit
í heimalandi sínu, hefur veriS endurprentuS
þar látlaust í hálfa öld, og auk þess þýdd á
fjölda mála. Þetta er ekki aS ófyrirsynju. í
henni fer saman nákvæm þekking og vinnu-
brögS vísindamanns og nærfærni og smekk-
ur listamanns sem skapar heilsteypt lista-
verk úr því sundurleita brotasilfri er var
hráefni hans.
Enginn skyldi ætla aS þetta sé eingöngu
eSa framar öllu miSaldabók um kurteisa
riddara og frúr þeirra, þó aS svo sé á ytra
borSi. Efni hennar er óháS tíma og rúmi;
og undarlega er þeim æskumanni eSa konu
fariS sem ekki getur hrifizt af rómantík
þessarar bókar. Yfir henni hvílir heiSur
blær franskrar nærfærni og smekkvísi; öllu
er haldiS í skefjum, ofsaleg tilfinningasemi
og önnur gönuskeiS síSari bókmennta eru
hér víSs fjarri.
ViS þetta bætist aS þýSandinn, Einar Ól.
Sveinsson, hefur unniS verk sitt eins og bezt
verSur á kosiS. Hann hefur þýtt bókina á
gullfallegt mál, einfalt og lipurt; en þaS
tungutak leynir á sér: í því búa margs kon-
ar náttúrur sem lesandinn verSur ekki var
viS í fyrstu, en þær ná valdi á honum án
þess aS hann viti af því. ÞýSandanum hefur
tekizt aS gefa máli bókarinnar blæ af ridd-
arasögu, án þess aS stæla eSa fyma, án þess
aS hvika frá nútímamáli í meginatriSum.
Hann hefur í því fylgt fyrirmynd Bédiers,
en ekki skal dregiS í efa, þaS sem þýSandi
segir í formála, aS margt hafi veriS torvelt í
þýSingu. Auk þess hefur Einar Ól. Sveins-
son ritaS aS bókinni mjög fróSlegan og vel
saminn formála þar sem skýrt er frá upp-
runa sögunnar og örlögum hennar meS ýms-
um þjóðum, en þó framar öllu hjá okkur ís-
lendingum, eins og eSlilegt er. Einar Ól.
Sveinsson á miklar þakkir skiliS fyrir þetta
verk. Hann hefur ekki aSeins þýtt klassíska
bók, heldur endurskapaS hana í klassísku
gervi á íslenzkri tungu.
J. B.
Leo Tolstoj:
Stríð og friður,
skáldsaga, í fjórum bindum.
íslenzkaS hefur Leifur Har-
aldsson. Menningar- og
fræSslusamband alþýSu,
Reykjavík 1953—54.
Flest ár bætast einhver af stórverkum
heimsbókmenntanna í hóp þeirra sem þýdd
eru á íslenzku, en ef til vill er vonlegt aS
hægt gangi og erfitt meS aSdrætti úr hinum
fjarlægari þjóStungum, svo sem slafnesku
málunum. Á seinustu árum hafa þó byrjaS
aS koma út þýSingar á ritum rússneskra
öndvegishöfunda, og má þar til nefna nú-
tímamenn eins og Boris Polevoj (sem ís-
lendingum er aS góSu kunnur síSan hann
kom hingaS fyrir fám árum), Pjotr Pav-
lenko, auk fyrri tíma manna, en þar ber Lev
Tolstoj hæst. Nú hefur MFA gefiS út í ís-
lenzkri þýðingu eitt höfuSverka hans, StríS
og friS, sem Leifur Haraldsson hefur þýtt
eftir danskri þýðingu meS hliSsjón af
enskri, en báSar þær þýSingar eru taldar
góSar. Enn er fáum á aS skipa sem geti þýtt
beint úr rússnesku, þó aS þaS mál tali yfir
100 milljónir manna og hún sé höfuStunga
alls Sovétsambandsins frá Eystrasalti aust-
ur til Kyrrahafs.
333