Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 109
HEIÐIN
Kaupfélagsstjórinn harðneitar því, að hann og félagar hans eigi „að rexa og
regera yfir sveitamönnum, eins og þegar verið er að temja hunda og taka af
þeim börnin og ala þau upp til að haga sér eins og Grímsbydót“. Kaupfélögin
eru sem sé hvorki „uppeldisstofnanir“ né „trúarbragðaflokkur“, heldur bænda-
verzlanir eingöngu. „Alt sem við höfum fyrir augum er að sameina bændur um
verslun sinna eigin afurða og innkaup sinna eigin nauðsynja — án milligaungu
sníkjustéttanna, — kaupmannalýðsins.“ En þessari röksemdafærslu mótmælir
læknirinn harðlega. Hann heldur því fram, að það sé mjög áríðandi menning-
aratriði að kenna mönnum að verzla rétt, að afla sér menntunar fyrir peninga
sína. Kaupfélagsstjórinn hælir hinni klassisku menntun íslenzkra sveitamanna
og dugnaði þeirra á ýmsum sviðum. Þessi mótbára verður aðeins til að æsa
upp andstæðing hans ennþá meira:
— Kjaftaskúmur! Lýðskrumari! Apaköttur! Tímalesari! Þú segir að íslenskir bændur
kunni á fíngrum sér okkar klassisku bókmentir. Alt sem þeir kunna eru fáeinar ættartölur,
sumir kunna nokkrar klámvísur, og svokallaðar skrítlur, sem eru svo leiðinlegar að það er
ekki hægt að hlæa að þeim þó þrír menn stæðu við að kitla mann. Hver götustrákur í
Grímsby kann snjallari sögur en íslenskir sveitamenn. fslenskir sveitamenn skilja ekkert
hvað stendur í fomsögunum. Þeir skilja ekkert í þeim nema ættartölumar. Þeir tilheyra
annari menníngu. Þeir líta á mannvíg fommanna eins og glæpi, og taka þá sem von er
amerískar reyfarasögur úr Lögbergi fram yfir þær. íslenskar alþýðuvísur standast fæstar
samanburð við skáldskap, sem er um hönd hafður í bamastofum erlendis, — nursery
rhymes. Og íslenskt klám, sem er eitt höfuðatriði íslenskrar menníngar, er til orðið af
skorti á mellum til sveita á fslandi. 131
Læknirinn gerir einnig lítið úr kúarækt og jafnvel sauðfjárrækt íslenzkia
bænda. Sauðfénaðurinn er „eiginlega nokkurskonar samfélag heilagra á ís-
landi“; að kyngæðum er hann hinsvegar „núll og nix“:
Islenskar sauðkindur hafa aðalgildi sitt í því að vera einskonar guðir, sem sveitamenn
fórna sér fyrir, sem þeir hlaupa fyrir eins og vitleysíngar upp um fjöll og fimindi, þræla
fyrir nótt og dag á sumrin — alt auðvitað í vitleysu, — og eitra á sér lúngun í heykumlum
fyrir á vetrin, hætta lífi sínu fyrir í byljum og verða úti fyrir, — án þess auðvitað að smakka
nokkumtíma almennilegan kjötrétt sjálfir, að undanteknum höfuðbólunum. fslensk fjár-
menska er bara meiníngarlaust helvítis slit og strit út í bláinn, sakir þess að þjóðin hefur
ekki uppgötvað æðri hugsjónir en sauðkindur til að trúa á, lifa fyrir og deya fyrir. „Hvað
gerir til með fólkið, — bara að kindumar hafi nóg“, sagði karlinn í heiðinni. Þar hefurðu
trúna á sauðkindina eins og hún hefur ríkt í dýrð sinni með íslenskum sveitamönnum öld
fram af öld meðan þeir hafa verið að hakka ofan í sig eitthvert úldið óæti frá sjónum.
132—133
Ekki kunna íslenzkir bændur heldur að fiska, sigla eða rata yfir fjöll í hríð-
um og hrakningi, að sögn læknisins:
299