Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 84
TIMARIT MALS OG MENNINGAR og reynir að taka það upp en veltir þá um koll tösku sem stendur við vegginn. Þá gefst hann einnig upp við það og fer að leita að snaga fyrir frakkann sinn, en þegar hann er loksins búinn að finna hann rennur frakkinn niður með þil- inu öngvu að síður og dettur á gólfið með mjúku fallhljóði. Síðan mjakar hann sér meðfram veggnum hin fáu skref að salerninu, lýkur upp dyrunum og lætur þær standa opnar, kveikir því næst ljósið, og eins og svo mörgum sinnum áður liggur Áki beinstífur og hlustar á hvernig hann sullar niður á gólfið. Svo slekkur faðirinn, rekur sig í hurðina, blótar og gengur inn í herbergið án þess að draga forhengið til hliðar, og það heyrist hvæsandi skrjáf í henginu eins og það ætli að bíta hann. Síðan verður algjör þögn. Faðirinn stendur kyrr og mælir ekki orð frá vör- um, það brakar lágt í skónum hans og andardrátturinn er þungur og óreglu- legur, en þetta tvennt gerir þögnina aðeins enn hræðilegri og í þessari kyrrð lýstur nýrri eldingu niður í Áka. Það er hatrið sem ólgar í honum og hann kreistir hnífskaftið svo að það særir lófann, finnur samt ekki vitund til. En þögnin ríkir aðeins andartaksstund. Faðirinn byrjar að hátta sig, fer úr iakk- anum, vestinu. Hann kastar flíkunum á stól. Hann hallar sér aftur á bak upp að skápi og lætur skóna detta af fótum sér. Bindið flaksast til. Síðan slangrar hann fáeinum skrefum lengra inn í herbergið, það er að segja nær rúminu, og stendur kyrr meðan hann er að draga upp klukkuna. Svo verður allt hljótt á ný, jafn hræðilega kyrrt og fyrr. Aðeins klukkan nartar í þögnina eins og rotta, nagandi klukka hins dauðadrukkna manns. Og þá gerist það sem þögnin hefur verið að bíða eftir. Móðirin kastar sér örvilnuð til í rúminu og öskrin vella úr munni hennar sem blóð. — Þú ert djöfull, djöfull, djöfull, dj öfulldj öfulldjöfull, öskrar hún unz rödd- in deyr út og allt verður kyrrt. Aðeins klukkan nagar og nagar og höndin sem kreppist um hnífinn er rennvot af svita. Angistin í eldhúsinu er svo yfirþyrm- andi að hún yrði ekki umborin vopnlaust, en að endingu verður Áki svo þreytt- ur af að vera svona ógurlega hræddur að hann steypist viðnámslaust inn í svefninn með höfuðið á undan. Að áliðinni nóttu rumskar hann og heyrir gegnum opnar dyrnar hvernig brakar í rúminu og mjúkt kumr fyllir loftið, en veit ekki fyllilega hvað það þýðir, nema hvað þetta eru tvö öryggðarhljóð er boða að angistin er loksins liðin hjá að þessu sinni. Hann heldur enn um hníf- inn, en sleppir honum nú og ýtir honurn frá sér, íullur af brennandi girnd til sjálfs sín, og meðan hann er að sofna leikur hann hinn síðasta af leikum nætur- innar, þann sem veitir honum endanlega ró. Endanlega — nei á þessu er engan endi að finna. Þegar klukkan er rétt að 274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.