Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 127
HEIÐIN
vitað á sá sterkasti öll lönd! Spurningin er ekki sú á vorum tímum: Get ég klófest lönd? —
heldur hin: Hver verður sterkastur í byltingunni? Skyldu þrælamir eiga sér uppreistar-
von?
Þegar læknirinn í Heiðinni er látinrískopast að erfiðleikum bænda að rata í
landslagi, þar sem þeir ættu að þekkja hvern blett frá blautu barnsbeini (bls.
300 að framan), byggir höfundurinn fyrst og fremst á reynslu sinni frá einmitt
þessari sömu vetrarferð 1926, eins og greinilega má sjá af inngangskaflanum í
Dagleið á jjöllum, samnefndum bókinni; en hann er saminn 1929, sama ár og
Heiðin. Yfirleitt ber allt að sama brunni, hvað snertir staðsetningu þessarar
sögu. Ferjumaðurinn við Jökulsá segist hafa snúið við á Fjarðarheiði, þegar
hann ætlaði sér að flytja vestur um haf, og „skipið beið niðri á Seyðisfirði“
(254). Einu sinni hefur Halldór sjálfur komizt svo að orði, að Heiðin fjalli
„um sveitapilt fyrir austan“. (Sbr. bls. 314 að framan.) Það er einn aðalmun-
urinn milli þessa handrits og Sjáljstæðs fólks, að hið fyrrnefnda er miklu háð-
ara „veruleikanum“, eins og það hugtak er oftast skilið. í hinni miklu harm-
sögu hefur efnið farið gegnum fleiri hreinsunarelda, það hefur mótazt í deiglu
listræns ímyndunarafls, þangað til að skáldinu hefur tekizt að lyfta því upp í
hærra veldi táknræns skilnings. Sagan um Bjart í Sumarhúsum er í innsta
kjarna sínum ekki bundin stund né stað.
Hin nánu tengsl milli Heiðarinnar og samtíðarinnar lýsa sér ekki hvað sízt
í hinni svæsnu ádeilu á íslenzka sveitamenningu, jafnt andlega sem efnislega.
En af bréfinu til Kristínar Guðmundsdóttur sést, að höfundurinn hefur um
þær mundir haft meiri áhuga á þjóðfélagsmálum en skáldskap. Það var ekki
heldur í fyrsta skipti, að Halldór deildi á erfðavenjur og þjóðfélagsástæður
þjóðar sinnar. Langar og harðskeyttar greinar eins og „Af íslensku menningar-
ástandi“ (Vörður, 27. júní — 12. desember 1925), „Raflýsing sveitanna“ (Al-
þýðublaðið, 8.—30. marz 1927) og „Um þrifnað á íslandi“ (Iðunn, desember-
heftið 1928) höfðu áður þyrlað upp talsverðu ryki og að minnsta kosti í aug-
um andstæðinga stimplað höfundinn sem erkióvin íslenzkrar erfðamenningar.
Það er líka auðséð, að læknirinn í Heiðinni talar í aðalatriðum fyrir munn
hans. Eitt smáatriði kemur upp um þetta samband þeirra á skemmtilegan hátt.
Kaupfélagsstjórinn ber lækninum á brýn, að hann haldi, að þjóðmegun og
þjóðmenning sé m. a. „í því falin að setja upp vatnssalerni á sveitabúum"
(129). En þó að læknirinn hafi áður komið víða við, þá hefur hann aldrei
minnzt á vatnssalerni. Hinsvegar hafði Halldór sjálfur gerzt býsna fjölorður
um það atriði í greininni „Um þrifnað á íslandi“. Það er heldur ekkert lík-
legra en að hann hafi orðið að þola sjálfur ýmis þeirra skammaryrða, sem
317