Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 127
HEIÐIN vitað á sá sterkasti öll lönd! Spurningin er ekki sú á vorum tímum: Get ég klófest lönd? — heldur hin: Hver verður sterkastur í byltingunni? Skyldu þrælamir eiga sér uppreistar- von? Þegar læknirinn í Heiðinni er látinrískopast að erfiðleikum bænda að rata í landslagi, þar sem þeir ættu að þekkja hvern blett frá blautu barnsbeini (bls. 300 að framan), byggir höfundurinn fyrst og fremst á reynslu sinni frá einmitt þessari sömu vetrarferð 1926, eins og greinilega má sjá af inngangskaflanum í Dagleið á jjöllum, samnefndum bókinni; en hann er saminn 1929, sama ár og Heiðin. Yfirleitt ber allt að sama brunni, hvað snertir staðsetningu þessarar sögu. Ferjumaðurinn við Jökulsá segist hafa snúið við á Fjarðarheiði, þegar hann ætlaði sér að flytja vestur um haf, og „skipið beið niðri á Seyðisfirði“ (254). Einu sinni hefur Halldór sjálfur komizt svo að orði, að Heiðin fjalli „um sveitapilt fyrir austan“. (Sbr. bls. 314 að framan.) Það er einn aðalmun- urinn milli þessa handrits og Sjáljstæðs fólks, að hið fyrrnefnda er miklu háð- ara „veruleikanum“, eins og það hugtak er oftast skilið. í hinni miklu harm- sögu hefur efnið farið gegnum fleiri hreinsunarelda, það hefur mótazt í deiglu listræns ímyndunarafls, þangað til að skáldinu hefur tekizt að lyfta því upp í hærra veldi táknræns skilnings. Sagan um Bjart í Sumarhúsum er í innsta kjarna sínum ekki bundin stund né stað. Hin nánu tengsl milli Heiðarinnar og samtíðarinnar lýsa sér ekki hvað sízt í hinni svæsnu ádeilu á íslenzka sveitamenningu, jafnt andlega sem efnislega. En af bréfinu til Kristínar Guðmundsdóttur sést, að höfundurinn hefur um þær mundir haft meiri áhuga á þjóðfélagsmálum en skáldskap. Það var ekki heldur í fyrsta skipti, að Halldór deildi á erfðavenjur og þjóðfélagsástæður þjóðar sinnar. Langar og harðskeyttar greinar eins og „Af íslensku menningar- ástandi“ (Vörður, 27. júní — 12. desember 1925), „Raflýsing sveitanna“ (Al- þýðublaðið, 8.—30. marz 1927) og „Um þrifnað á íslandi“ (Iðunn, desember- heftið 1928) höfðu áður þyrlað upp talsverðu ryki og að minnsta kosti í aug- um andstæðinga stimplað höfundinn sem erkióvin íslenzkrar erfðamenningar. Það er líka auðséð, að læknirinn í Heiðinni talar í aðalatriðum fyrir munn hans. Eitt smáatriði kemur upp um þetta samband þeirra á skemmtilegan hátt. Kaupfélagsstjórinn ber lækninum á brýn, að hann haldi, að þjóðmegun og þjóðmenning sé m. a. „í því falin að setja upp vatnssalerni á sveitabúum" (129). En þó að læknirinn hafi áður komið víða við, þá hefur hann aldrei minnzt á vatnssalerni. Hinsvegar hafði Halldór sjálfur gerzt býsna fjölorður um það atriði í greininni „Um þrifnað á íslandi“. Það er heldur ekkert lík- legra en að hann hafi orðið að þola sjálfur ýmis þeirra skammaryrða, sem 317
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.