Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ari einfeldni, svo að honum finnst heiðin ekki vera „framar stöðug undir fót- um hans“ (49). Ekki dregur úr hláturmildi hennar, þegar drengurinn spyr, hvort peningar vaxi í Ameríku —• „hann hafði óljósa hugmynd um að alt yxi í útlöndum" (51). Hún athugar hendur hans, tekur upp úr vasa sínum ofur- litla silfurþjöl, og fer að hreinsa neglurnar á honum. Síðan gefur hún honum þetta verkfæri, með því skilyrði, að hann muni eftir að vera aldrei framar dirty undir nöglunum. Hún réttir honum einnig sápu og handklæði, skipar honum að þvo sér. Þegar þeir feðgarnir koma, talar einnig Mr Snædal við Guðmund um fegurð landslagsins. En drengurinn skilur hann auðvitað ekki fremur en stúlkuna áð- ur. Því að í fimmtán ára reynslu hans er heiðin eitthvað allt annað en í hinum ljóðrænu endurminningum Mr Snædals: í hans vitund innifól lieiðin úldið tros, lángvarandi mjólkurskort og léttan kvið, 18 tíma glórulausan þrældóm hvern sólarhríng alt guðslángt sumarið, tvíeilíft skammdegi með fannfergi úti og ólofti í baðstofunni, sífelt nöldur í kerlíngunni, þögnina á berum tönnun- um í horandliti móður hans, en faðir hans bæði lúsugur og sauðalúsugur, vakinn og sofinn að hugsa um þessa sérstöku tegund klaufdýra, sem gæddar [!] eru hæfileik til að jarma. Summan af öllu þessu var dýrð heiðarinnar í vitund dreingsins. 55 Andspænis þessu Ameríkufólki verður Gvendur litli ekki sízt „snortinn af hinum stritlausa þokka, sem virtist hvíla yfir lífi“ þess, af hinu „sæla áhyggju- leysi“ þess: Líf þeirra var eins og fagur leikur, — einginn vinnukergja, ekkert úldið tros, ekkert sýfr né nöldur, og tignun þess á sauðkindinni var ekki meiri en svo, að það hugsaði til dilkasteik- ar á miðjum slætti. Það kom hér upp í heiðina í fyrsta sinn fyrir þrem dögum, og í einni svipan hafði það gert sér heiðina undirgefnari með því að leika sér, en Guðmundi föður hans hafði tekist með tuttugu ára argvítugu striti. 60 Drengnum er boðið að borða með ferðamönnunum, og systkinin búa á stuttum tíma til inndælis „dinner“; þetta gengur eins og leikur hjá þeim og á lítið skylt við strit Oddu gömlu í heiðarkotinu að elda matinn: Og þvílík steik. Aldrei hafði dreingurinn úr heiðinni haft neitt jafn lostætt í munni sér, og hann gleymdi gersamlega öllu umhverfi, himni og jörð, heiðinni, vatninu og hinum glæsilegu mötunautum sínum og át og át af sannri hjartans lyst, eins og aldrei fyr hafði áður verið étið í heiminum. 62 Mr Snædal stingur upp á við drenginn að koma til Ameríku. En Snædal yngra, hinum glæsilega Birni, finnst Gvend litla vanta pep: „The trouble with him is that he has not got any pep.“ (65) 290
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.