Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ari einfeldni, svo að honum finnst heiðin ekki vera „framar stöðug undir fót-
um hans“ (49). Ekki dregur úr hláturmildi hennar, þegar drengurinn spyr,
hvort peningar vaxi í Ameríku —• „hann hafði óljósa hugmynd um að alt yxi
í útlöndum" (51). Hún athugar hendur hans, tekur upp úr vasa sínum ofur-
litla silfurþjöl, og fer að hreinsa neglurnar á honum. Síðan gefur hún honum
þetta verkfæri, með því skilyrði, að hann muni eftir að vera aldrei framar dirty
undir nöglunum. Hún réttir honum einnig sápu og handklæði, skipar honum
að þvo sér.
Þegar þeir feðgarnir koma, talar einnig Mr Snædal við Guðmund um fegurð
landslagsins. En drengurinn skilur hann auðvitað ekki fremur en stúlkuna áð-
ur. Því að í fimmtán ára reynslu hans er heiðin eitthvað allt annað en í hinum
ljóðrænu endurminningum Mr Snædals:
í hans vitund innifól lieiðin úldið tros, lángvarandi mjólkurskort og léttan kvið, 18 tíma
glórulausan þrældóm hvern sólarhríng alt guðslángt sumarið, tvíeilíft skammdegi með
fannfergi úti og ólofti í baðstofunni, sífelt nöldur í kerlíngunni, þögnina á berum tönnun-
um í horandliti móður hans, en faðir hans bæði lúsugur og sauðalúsugur, vakinn og sofinn
að hugsa um þessa sérstöku tegund klaufdýra, sem gæddar [!] eru hæfileik til að jarma.
Summan af öllu þessu var dýrð heiðarinnar í vitund dreingsins. 55
Andspænis þessu Ameríkufólki verður Gvendur litli ekki sízt „snortinn af
hinum stritlausa þokka, sem virtist hvíla yfir lífi“ þess, af hinu „sæla áhyggju-
leysi“ þess:
Líf þeirra var eins og fagur leikur, — einginn vinnukergja, ekkert úldið tros, ekkert sýfr né
nöldur, og tignun þess á sauðkindinni var ekki meiri en svo, að það hugsaði til dilkasteik-
ar á miðjum slætti. Það kom hér upp í heiðina í fyrsta sinn fyrir þrem dögum, og í einni
svipan hafði það gert sér heiðina undirgefnari með því að leika sér, en Guðmundi föður
hans hafði tekist með tuttugu ára argvítugu striti. 60
Drengnum er boðið að borða með ferðamönnunum, og systkinin búa á
stuttum tíma til inndælis „dinner“; þetta gengur eins og leikur hjá þeim og á
lítið skylt við strit Oddu gömlu í heiðarkotinu að elda matinn:
Og þvílík steik. Aldrei hafði dreingurinn úr heiðinni haft neitt jafn lostætt í munni sér,
og hann gleymdi gersamlega öllu umhverfi, himni og jörð, heiðinni, vatninu og hinum
glæsilegu mötunautum sínum og át og át af sannri hjartans lyst, eins og aldrei fyr hafði
áður verið étið í heiminum. 62
Mr Snædal stingur upp á við drenginn að koma til Ameríku. En Snædal
yngra, hinum glæsilega Birni, finnst Gvend litla vanta pep: „The trouble with
him is that he has not got any pep.“ (65)
290