Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 61
THOMAS MANN mannsins er að finna með kaldri skyn- semi og nýjum og nýjum tilraunum þau dularlög samræmis og ósamræm- is sem hún fylgir. A siðgæðislegan mælikvarða (sem forðast verður að leggja á listir!) stendur hún með sanni nær barbarisma en menningar- legu þjóðfélagi. List Adrians Leverkiihns er runnin af rótum andlegs ofmetnaðar, grein á stofni þeirrar tvíhyggju sem setur andann ofar lífi og efni. Ekki að ófyr- irsynju hefur Adrian Nietzsche að fyr- irmynd. í stórmennskudraumum sín- um leit Nietzsche á listina sem ofar öll- um lögmálum mannfélagsins, óháða lífi og siðgæði. Persónuleiki hins út- valda snillings skyldi æðsta takmark og lögmál í sjálfu sér. Liststefna hins borgaralega þjóðfélags var gagnsýrð af þessari kenningu. Upptök sín átti hún einmitt í andstæðum þess. Hinir einangruðu snillingar töldu sér trú um að þeir lifðu í andlegum hæðum þeg- ar þjóðfélagið hafði skotið þeim út í horn. Með annarri verkaskiptingu þjóðfélagsins þótti einnig einhlítt að listin yrði sérgrein. Valdastéttin sem óttaðist gagnrýni kunni einangrun þeirra vel. Ekki sízt var henni hunang á tungu að listamennirnir innan úr sínu andlega búri létu skjálfa þrumu- raust sína yfir ,,múgnum“, yfir lýð- réttindakröfum fjöldans og skírskotun hans til siðgæðis og mannúðar. Hetja hetjanna í tilbeiðslu á snillingsgáfu listamannsins og herferð í hennar nafni gegn siðakenningum, mannúð, lýðræði og sósíalisma var Nietzsche, og þennan snillingshugsuð lærði Thomas Mann sem unglingur að til- biðja ofar öllum. En hvert hafði stefna hans leitt? Hvert leiddi snill- ingstrúin? Hvert leiddi listin sem ein- angrað fyrirbæri, slitin úr tengslum við mannlíf, menningu og þjóðfélags- þróun ? Hvað sá Thomas Mann gerast fyrir augum sér í Þýzkalandi, föður- landi þeirra beggja? Hann sá fasist- ana taka stein eftir stein úr kenning- um Nietzsches og fleiri lærimeistara sinna og hlaða úr þeim grunn að hug- myndakerfi sínu til afsökunar glæpa- stefnu og barbarisma. Og hvert leiddi ofmetnaðarstefnan snillingana sjálfa? Hvert hafði hún leitt Nietzsche, hvert leiddi hún Adrian Leverkiihn? Út í fjandskap við lífið sjálft, út á ískaldar einveru auðnir, út í örvæntingu um list sína, formyrkvun og sturlun. Jafnhliða því að Thomas Mann dregur upp mynd af tónsmiðnum Adrian Leverkúhn lýsir hann örlögum Þýzkalands og heldur dómsdag yfir nazismanum. Adrian er að vísu ekki táknmynd nazismans, heldur er naz- isminn það andrúmsloft sem eitrar hug hans. Hann er tákn um örlög þýzku þjóðarinnar sem lætur nazism- ann gera sig að sjúklingi og hrinda sér út í brjálsemi. f kunningja- eða aðdáendahópi Adrians vaða nazistar uppi með úrkynjunarhugmyndir sín- ar og í kennarahópi hans í guðfræði 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.