Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 61
THOMAS MANN
mannsins er að finna með kaldri skyn-
semi og nýjum og nýjum tilraunum
þau dularlög samræmis og ósamræm-
is sem hún fylgir. A siðgæðislegan
mælikvarða (sem forðast verður að
leggja á listir!) stendur hún með
sanni nær barbarisma en menningar-
legu þjóðfélagi.
List Adrians Leverkiihns er runnin
af rótum andlegs ofmetnaðar, grein á
stofni þeirrar tvíhyggju sem setur
andann ofar lífi og efni. Ekki að ófyr-
irsynju hefur Adrian Nietzsche að fyr-
irmynd. í stórmennskudraumum sín-
um leit Nietzsche á listina sem ofar öll-
um lögmálum mannfélagsins, óháða
lífi og siðgæði. Persónuleiki hins út-
valda snillings skyldi æðsta takmark
og lögmál í sjálfu sér. Liststefna hins
borgaralega þjóðfélags var gagnsýrð
af þessari kenningu. Upptök sín átti
hún einmitt í andstæðum þess. Hinir
einangruðu snillingar töldu sér trú um
að þeir lifðu í andlegum hæðum þeg-
ar þjóðfélagið hafði skotið þeim út í
horn. Með annarri verkaskiptingu
þjóðfélagsins þótti einnig einhlítt að
listin yrði sérgrein. Valdastéttin sem
óttaðist gagnrýni kunni einangrun
þeirra vel. Ekki sízt var henni hunang
á tungu að listamennirnir innan úr
sínu andlega búri létu skjálfa þrumu-
raust sína yfir ,,múgnum“, yfir lýð-
réttindakröfum fjöldans og skírskotun
hans til siðgæðis og mannúðar. Hetja
hetjanna í tilbeiðslu á snillingsgáfu
listamannsins og herferð í hennar
nafni gegn siðakenningum, mannúð,
lýðræði og sósíalisma var Nietzsche,
og þennan snillingshugsuð lærði
Thomas Mann sem unglingur að til-
biðja ofar öllum. En hvert hafði
stefna hans leitt? Hvert leiddi snill-
ingstrúin? Hvert leiddi listin sem ein-
angrað fyrirbæri, slitin úr tengslum
við mannlíf, menningu og þjóðfélags-
þróun ? Hvað sá Thomas Mann gerast
fyrir augum sér í Þýzkalandi, föður-
landi þeirra beggja? Hann sá fasist-
ana taka stein eftir stein úr kenning-
um Nietzsches og fleiri lærimeistara
sinna og hlaða úr þeim grunn að hug-
myndakerfi sínu til afsökunar glæpa-
stefnu og barbarisma. Og hvert leiddi
ofmetnaðarstefnan snillingana sjálfa?
Hvert hafði hún leitt Nietzsche, hvert
leiddi hún Adrian Leverkiihn? Út í
fjandskap við lífið sjálft, út á ískaldar
einveru auðnir, út í örvæntingu um
list sína, formyrkvun og sturlun.
Jafnhliða því að Thomas Mann
dregur upp mynd af tónsmiðnum
Adrian Leverkúhn lýsir hann örlögum
Þýzkalands og heldur dómsdag yfir
nazismanum. Adrian er að vísu ekki
táknmynd nazismans, heldur er naz-
isminn það andrúmsloft sem eitrar
hug hans. Hann er tákn um örlög
þýzku þjóðarinnar sem lætur nazism-
ann gera sig að sjúklingi og hrinda
sér út í brjálsemi. f kunningja- eða
aðdáendahópi Adrians vaða nazistar
uppi með úrkynjunarhugmyndir sín-
ar og í kennarahópi hans í guðfræði
251