Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 117
HEIÐIN
og gera liöfðíngjabýli. Síðan áttu að giftast vænstu heimasætunni neðan úr dalnum, eignast
hörn og buru, grafa rætur og muru, og enda á því að verða kosinn á þíng, og gerður að
að æðsta manni landsins, þar sem nafn þitt geymist í sögunni um ókomnar aldir. 217
En þrátt fyrir þessar fortölur, rökfimi og speki kaupfélagsstjórans situr
drengurinn fast við sinn keip. Ekki til einskis hefur hann „alist upp með sauð-
kindum í sextán ár“: „eftir örstutta umhugsun byrjaði hann á nýan leik, þar
sem fyr var frá horfið, alveg nákvæmlega eins og kind, sem leitar í tíunda
sinn í áttina til fjalls eftir að búið er að fara fyrir hana níu sinni [! ] og stugga
henni niður í dalinn“ (219).
Tuttugasti og annar kafli (bls. 220—229). — Drengurinn fær bréf í fyrsta
sinn á æfinni, ábyrgðarbréf frá Ameríku. Það er þá Evelyn, sem skrifar hon-
um. Hún skammast sín vegna þess að faðir hennar skyldi ekki hafa styrkt hann
til vesturfarar, og nú sendir hún honum 70 dollara af sínum eigin peningum.
Stúlkan hefur þá ekki gleymt heiðardrengnum! Þetta bréf hennar endurnýjar
hjá honum þær tilfinningar, sem voru farnar að dofna eftir neitun föður henn-
ár. Hinsvegar þjáist hann nú meira en nokkru sinni vegna sambands síns við
Þórunni. Að vísu dettur honum í hug velgerðarmaður sinn, læknirinn, sem
kvað vera trúlofaður eldri prófastsdótturinni, en sem lætur þó hina yngri heim-
sækja sig að næturlagi. En það gæti svo sem vel skeð, að siðir og siðferðislög-
mál fína fólksins séu allt annars eðlis en lög þau, sem gilda fyrir hann og hans
líka:
Eitt var víst, hann hafði undir niðri djúpa siðferðistilfinníngu, -— samvisku smáborgarans,
kotúngsins, hins undirokaða, sem einn þekkir greinarmun góðs og ills, og reynir í breysk-
leika sínum að ástunda það sem er rétt, en forðast það, sem er rángt. 227
En þrátt fyrir fastan ásetning sinn verður hann þegar sama kvöld Þórunni
að bráð, týnir „sjálfsvaldi sínu í hinum ópersónulega kvenleik hennar í vímu
frygðaraugnabliksins af angistarfullri sælu“. „Nokkrum mínútum síðar lá
hann þar eins og lík fullur slíks viðbjóðs á rotnun sinni eins og lík, sem legið
hefur fimtán mánuði í jörðu“ (228).
Tuttugasti og þriðji. kafli (bls. 229—239). — Guðmundur er búinn að fá
öll þau skjöl og vottorð, sem hann þarfnast til vesturferðarinnar, og á nú bara
eftir að fara í viku heimsókn á heimili sitt til að kveðja, áður en hann stígur
á skipsfjöl. En sama dag og hann ætlar að leggja af stað upp eftir á reiðskjóta
læknisins, koma skilaboð til hans úr prófastshúsinu. Þá er Una komin með skip-
307