Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 90
PETER IÍALLBERG
HEIÐIN
Fyrsta uppkastið að skáldsögunni Sjálfstœtt fólk
Það má auðvitað deila endalaust um, hvert rit eigi að telja öndvegisverk
Halldórs Kiljan Laxness. Sumir kjósa sér bækurnar um Lj ósvíkinginn,
aðrir mæla með Islandsklukkunni, enn aðrir e. t. v. með Gerplu. En hvað sem
þessum dómum líður —• þeir hafa annars litla þýðingu nema sem persónulegar
játningar lesenda — þá er varla hægt að neita því, að Sjálfstœtt fólk sé einna
heilsteyptast af verkum Halldórs. Það rís eins og fjall úr íslenzkum jarðvegi,
fjölbreytilegt en alltaf sjálfu sér samkvæmt, í fullkomnu samræmi við íslenzkt
landslag, íslenzka sögu og íslenzkt þjóðareðli. Það lítur út fyrir að höfundur-
inn hafi hér erfiðismunalaust fest á pappírinn sýnir sínar, að hann hafi aðeins
verið túlkur þeirra drauma, er máttug en óskilgreind öfl blésu honum í brjóst.
Samt á listaverkið Sjálfstœtt fólk sér langan aðdraganda. Halldór hefur árum
saman verið að brjóta heilann urn efni sögunnar og búning hennar. Eins og
alltaf er hörð og einbeitt vinna eitt aðaleinkenni hans sem listamanns.
í lok fyrri hlutans — „LandnámsmaSur íslands“ — af fyrra bindinu af
Sjáljstœðu fólki dagsetur höfundurinn þennan hluta þannig: „Laugarvatni —
Barcelona, sumarið 1933. (Samandregiðúr uppkasti frá 1929).“ Þetta uppkast
er enn til, og hefur frú Inga (Einarsdóttir) Laxness gert mér þann mikla
greiða að lána mér það til athugunar.
Handritið er 257 tölusettar blaðsíður, auk titilblaðs, skrifaðar með bleki á
vélritunarpappír í „kvarto“stærð, 217X279 mm. Sem dæmi læt ég hér fylgja
myndir af bls. 1 og 126. Uppkastið nefnist Heiðin. Efst til hægri á bls. 1 stend-
ur: „(Byrjað í Los Angeles 5. júlí.)“, en á bls. 257 neðst til hægri er allt hand-
ritið dagsett „Los Angeles, Júlí—September 1929“. Halldór hefur þá unnið að
þessu verki nokkra síðustu mánuðina af ameríkudvöl sinni, en 1. nóvember
1929 var hann kominn um borð í s/s Portland á leið til Hamborgar gegnum
Panamaskurðinn eftir tveggja og hálfs árs óslitna dvöl þar vestra.
280