Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hann er jafnframt kominn á það stig
einstaklingshyggju að greina sig frá
samfélaginu og hagnýta sér þær and-
legu hugmyndir, sem hann gerir sér
um sjálfan sig, til framdráttar og upp-
hefðar, hann hefur orðið listamanns-
eðli í sér. Hann er „ekki aðeins hetja
sagna sinna, heldur og sviðsetjari
þeirra, og líka skáld þeirra og „fegr-
ari“. En þróunarferill hans liggur síð-
ar á hærra stigi til hins þjóðfélags-
lega. Og eftir miklar raunir, sem
kenna honum að þekkja betur sjálfan
sig og fyllast ekki ofmetnaði, sér hann
drauma sína um mikinn frama rætast.
Hann endar sem bjargvættur bræðra
sinna, sem höfðu ofsótt hann, og líf-
gjafi heillar þjóðar. Jósef og bræður
hans er sagan af innblásinni trú
mannsins á sjálfan sig, sagan af trú
hans á það að hann sé af náttúrunni,
af guði, af eðlislögmálum sjálfs sín
borinn til æðstu tignar og stöðugt
fullkomnari þroska. Hún er sagan af
virðingu mannsins fyrir sjálfum sér,
seip er undirstaðan að virðingu hans
fyrir öðrum mönnum, fyrir mannkyn-
inu öllu. Með þessari skáldsögu sinni
sem verkum sínum öllum er Thomas
Mann í leit að fullkomleik mannsins,
er hann að hlaða stein í þá byggingu
sem er mannhugsjón hans sjálfs, sú
mannhugsjón sem hann vill bera sem
fána fyrir samtíð sinni og gefa kom-
andi kynslóðum i arf. Hann er með
öllum skáldskap sínum, öllu starfi
sínu, að reyna að bjarga út úr eldi
samtíðarinnar, út úr brunarústum
hins borgaralega þjóðfélags, sem
hann er stéttarbundinn, mannhug-
sjóninni hreinni og óskaddaðri, trú
mannsins á sjálfan sig, virðingu hans
fyrir sjálfum sér, helgum uppruna
sínum, göfugleik eðlis síns, háleitum
tilgangi sínum, — og þar með virð-
ingu þjóðar sinnar og virðingu mann-
kynsins alls.
Thomasi Mann er oft líkt við
Goethe. Eflaust hafa þeir verið mörg-
um sömu eðliskostum búnir. Þeir eru
báðir miklir borgarar með ríkt
skáldaeðli. Þeir eiga rætur jafnt í ríki
hversdagsleikans sem ríki andans,
leita báðir framar öllu að jafnvægi
persónuleikans. Thomas Mann dáist
því meira að Goethe sem lengra líður
fram. Báðum fellur í skaut hár aldur
og óvenjulegur þroski. Thomas Mann
kappkostar eins og Goethe að kanna
sem flest svið mannlegrar þekkingar.
Hann kryfur til mergjar samtíð sína,
kafar í djúp fortíðarinnar, nemur
heimspeki, sagnfræði, læknisfræði,
tónlist, þjóðfélagsfræði, eys af hverj-
um vizkubrunni til þess að fullkomna
þroska sinn. Hann dregur til sín allan
safa borgarlegrar menningar, leggur
eyra við kenningum sósíalismans og
lætur þá von í Ijós að andi Karls Marx
og Hölderlins finni leiðir saman.
Hann á þá virðingu fyrir verkum sín-
um og lesendum að hann gefur hverju
sinni það bezta sem hann á, eða getur
aflað sér með tilstyrk þekkingar frá
260