Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og Aki sem var farinn úr vagninum fyrir nokkru og liggur nú í sófanum sínum
tekur eftir því, að móðir hans hefur hætt að snökta á þessari stuttu stundu sem
hann var að heiman. Dragtjaldið í herberginu flýgur upp í loft með ógurlegum
smelli, og þegar hvellurinn er hljóðnaður opnar móðirin gluggann og Áki
óskar þess að hann gæti stokkið fram úr fleti sínu og hlaupið inn í herbergið
og hrópað til hennar að henni sé alveg óhætt að loka glugganum, draga niður
tjaldið og leggjast róleg og ókvíðin til hvílu, því nú sé hann örugglega að
koma. „Hann kemur með þessum vagni, því máttu treysta — ég hjálpaði hon-
um sjálfur upp í!“ En Áki veit að það væri ekki til neins, hún mundi ekki trúa
honum. Hún veit ekki hvað hann gerir fyrir hana þegar þau eru ein heima á
næturnar og hún heldur að hann sofi. Hún veit ekki um allar langferðirnar sem
hann fer og allar þær hættur sem hann stofnar sér í hennar vegna.
Þegar sporvagninn nemur staðar á biðstöðinni bak við hornið stendur hann
einnig við gluggann og gægist út um rifuna milli dragtjaldsins og gluggakarms-
ins. Fyrstir fyrir hornið eru tveir unglingar sem hljóta að hafa stokkið af á
ferð, þeir boxast í gríni og halda til heimkynna sinna í nýja húsinu hinum
megin götunnar. Fólk sem hefur stigið úr er að skvaldra handan við hornið
og þegar Ijósaugu vagnsins gægjast fram og hann skröltir hægt eftir götunni
hans Áka koma smáhópar í humátt á eftir og hverfa síöan í ýmsar áttir. MaÖur
með hattinn í hendinni eins og betlari og reikull í spori stefnir beint að útidyr-
unum hjá Áka, en það er ekki pabbi hans, heldur húsvörðurinn.
Áki stendur samt kyrr og bíÖur. Hann veit að margt getur tafið fyrir mönn-
um bak við hornið, þar eru margir sýningagluggar, til dæmis á skóverzlun-
inni og vel getur verið að faðir hans standi þar og sé að velja sér skó áður en
hann fari upp, og á ávaxtabúðinni er gluggi með handmáluðum auglýsinga-
spjöldum sem mörgum verður tíðlitið á vegna þess að á þeim eru kyndugir
karlar. En hjá ávaxtabúÖinni er líka sjálfsali sem er alltaf að bila og það getur
svo sem meira en hugsazt að faðir hans hafi stungið tuttuguogfimmeyringi í
eina rifuna til að kaupa lakkrísöskju handa Áka og geti nú ekki með nokkru
móti opnað skúffuna.
Meðan Áki stendur við gluggann og bíður þess að faðir hans hætti að bauka
við sjálfsalann gengur mamma hans allt í einu út úr herberginu og fram hjá
eldhúsinu. Vegna þess að hún er berfætt hafði Áki ekki heyrt til hennar. en
hún getur ekki hafa tekið eftir honum því að hún heldur áfram fram í forstof-
una. Áki sleppir gluggatjaldinu og stendur síðan gjörsamlega hreyfingarlaus í
náttmyrkrinu, meðan móðir hans er að leita einhvers í yfirhöfnunum. Það
hlýtur að hafa verið vasaklútur, því eftir dálitla stund snýtir hún sér og gengur
272