Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 17
MAGNUS ASGEIRSSON
kynslóð draga þar til sín eins og fjall-
ið gróður þjóðanna. í verkum þeirra
speglast fj ölbreytnin. En það sem
mest dregur okkur að þeim er hið
heiða andrúmsloft og sú víðsýni and-
ans sem við njótum af tindum verka
þeirra eða í námunda við persónuleik
þeirra sem gefur okkur þá stoltu til-
finningu að við séum sem menn gædd-
ir tignu eðli og af æðsta uppruna í
hnattanna mikla veldi.
Þessi mynd bar mér ósjálfrátt fyrir
augu þegar mér varð hugsað til Magn-
úsar Asgeirssonar á kveðjustund í
ljósi þeirrar kynslóðar sem hann varð
samferða. Hann var eitt mesta fjallið
í landslagsmynd hennar, og hvað sem
um haustið verður sagt þá átti sú kyn-
slóð bjart og fagurt vor.
Magnús varð einn af þeim sem helg-
uðu starf sitt bókmenntum, og hann
tók þar við miklum arfi.
Það voru engin smáfell sem risu af
sléttum kynslóðarinnar á undan. Slík-
ir hátindar sem Matthías, Þorsteinn,
Einar Benediktsson og Stephan G.
höfðu sjaldan gnæft við himin á ís-
landi. Mörgum þótti sem aldamóta-
kynslóðin nýja væri eins og þúfna-
kollar við hlið þeirra, og verkin sem
frá þeim komu líkt og lækjarsytrur í
samanburði við fossaaflið mikla sem
söng í hamrabeltum hinna. En unga
kynslóðin lyfti með vori og sumri sín-
um fjöllum, og nú þykja þau gnæfa
yfir lágþýfi hinnar nýju sem er að
sækja í sig veðrið.
Hið ofurmannlega afrek risanna
miklu á undan aldamótakynslóðinni,
þeirra sem nefndir voru að framan,
var að taka íslenzku þjóðina í fylgd
með sér upp á hæstu tinda þar sem
gaf áður ókunna útsýn um heiminn, í
stjórnmálum, vísindum og bókmennt-
um, yfir sögu aldanna í ljósi nýrrar
þekkingar. Og þau lyftu um leið nýj-
um himni, heiðskírum og björtum, yf-
ir tignarnáttúru íslands og sagna-
heim þjóðarinnar.
Leiðið hugann að þessu: hvílíkan
arf fékk Magnús Ásgeirsson, hann
sem gekk út á þá braut að safna úr
gróðri heimsbókmenntanna sem flestu
úrvalskyns til að prýða með hrjóstur-
lönd heimabyggðarinnar og gefa líf í
jarðvegi hennar. Þeir bentu honum
leiðina, allir fjórir, út í veröldina. og
heim, allir að sama marki. Matthías
benti á mannúðina sem grundvöll alls
og sá heimsbyggðina í einu ljósi. Ein-
ar boðaði að allt er af einu fætt, að al-
heimsins líf er ein voldug ætt. Þor-
steinn og Stephan G. gáfu útsýn sós-
íalismans yfir sögu mannsins á jörð-
inni og bentu á framtíðarríkið,
bræðralag allra manna. Og allir höfðu
þeir fsland efst í huga, sá eldur sem
brann þeim í brjósti og lýsti þeim
hvarvetna um jarðir var ástin á ís-
lenzkri þjóð sem þeir vildu efla og
þroska og lyfta til vegs í heiminum.
Matthías flutti auð Shakespeares, By-
rons og margra annarra inn í íslenzk-
ar bókmenntir, Einar Benediktsson
207