Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 53
THOMAS MANN
ir ævilokin heimspekirit Schopen-
hauers (Die Welt als Wille und Vor-
stellung) um réttlætingu þjáningar-
innar og fullkomnun mannsins í dauð-
anum kemur honum boðskapur þess
sem lausnarorð og finnst sem öll til-
vera sín öðlist ósegjanlega fyllingu.
Hanno Buddenbrooks sem sneyddur
er lífskrafti og deyr fimmtán ára hef-
ur næmustu hæfileika fyrir tónlist
Wagners. Hvergi lætur skáldið í ljós
meiri aðdáim á borgurum en á Hans
og Ingibjörgu, hinum björtu og lífs-
glöðu, í Tóníó Kröger. En hverskonar
fulltrúar væru þau til að bera uppi
andlega menningu? Mundi Tóníó
vilja skipta hlutverki við þau?
Hvorum ber þá hærri sess, borgar-
anum eða listamanninum? Skáldinu
er það leikur eða ástríða að tefla þeim
hvorum gegn öðrum, etja þeim til ein-
vígis, og veitir oft báðum háðulega
útreið. í sögunni Tristan deilir hann
háðinu jafnt á milli þeirra. Kaup-
sýslumaðurinn Klöterjahn eys af
þróttmikilli mælsku úr skálum reiði
sinnar og fyrirlitningar yfir skáldið
Spinell og stærir sig af að sér hafi
tekizt á augabragði að hressa við
konu sína og losa hana undan sjúkleg-
um áhrifum skáldsins, en ekki hefur
hann lokið ádrepu sinni þegar honum
eru flutt boð um hættulega líðan frú-
arinnar. En jafnskjótt sem skáldið er
sloppið úr greipum hans undir bert
loft verður sonur Klöterjahns, sjálf
imynd fjörs og lífs, á vegi hans og
hlær við honum dillandi hlátri svo að
skáldið tekur á hraðan flótta.
Stundum, eins og í Dauðanum í
Feneyjum, reynir Thomas Mann að
skapa heillynt skáld með fótfestu í
borgaralegu þjóðfélagi. Gustav
Aschenbach er kominn yfir fimmtugt,
hefur með þrautseigu starfi unnið sér
virðulegt álit sem rithöfundur, tam-
ið sér fastan og reglulegan vinnutíma
og heilbrigt líferni. En skyndilega
brestur viðnámið og óstýrilátur ferða-
hugur grípur skáldið. Hann fer til
Feneyja og smávægilegt atvik, feg-
urðarsýn í mynd unglings, leysir sjúk-
legar ástríður hans úr hömlum; hann
tekur sjúkdóm og deyr.
Eðli listamannsins segir fyrr eða
síðar til sín. Hann helzt ekki í borg-
aralegum viðjum. Álög skáldsins eru
að vera af tveim heimum.
„Ég stend á mörkum tveggja heima,
festi í hvorugum yndi og á þessvegna
stundum örðuga daga. Listamennirn-
ir kalla mig borgara, og borgararnir
vilja taka mig höndum ... ég veit
ekki, hvort særir mig dýpra. Borgar-
arnir eru heimskingjar. En þið, sem
tilbiðjið fegurðina, þið, sem kallið
mig tómlátan og kaldlyndan, ættuð
að minnast þess, að til er listamanns-
eðli, sem stendur svo djúpt, er svo
upprunalegt og áskapað, að því er
engin þrá samgrónari og kærari en sú,
sem kallar eftir unaði hversdagsleik-
ans.“ (Tóníó Kröger, 114. bls.)
243
t