Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 53
THOMAS MANN ir ævilokin heimspekirit Schopen- hauers (Die Welt als Wille und Vor- stellung) um réttlætingu þjáningar- innar og fullkomnun mannsins í dauð- anum kemur honum boðskapur þess sem lausnarorð og finnst sem öll til- vera sín öðlist ósegjanlega fyllingu. Hanno Buddenbrooks sem sneyddur er lífskrafti og deyr fimmtán ára hef- ur næmustu hæfileika fyrir tónlist Wagners. Hvergi lætur skáldið í ljós meiri aðdáim á borgurum en á Hans og Ingibjörgu, hinum björtu og lífs- glöðu, í Tóníó Kröger. En hverskonar fulltrúar væru þau til að bera uppi andlega menningu? Mundi Tóníó vilja skipta hlutverki við þau? Hvorum ber þá hærri sess, borgar- anum eða listamanninum? Skáldinu er það leikur eða ástríða að tefla þeim hvorum gegn öðrum, etja þeim til ein- vígis, og veitir oft báðum háðulega útreið. í sögunni Tristan deilir hann háðinu jafnt á milli þeirra. Kaup- sýslumaðurinn Klöterjahn eys af þróttmikilli mælsku úr skálum reiði sinnar og fyrirlitningar yfir skáldið Spinell og stærir sig af að sér hafi tekizt á augabragði að hressa við konu sína og losa hana undan sjúkleg- um áhrifum skáldsins, en ekki hefur hann lokið ádrepu sinni þegar honum eru flutt boð um hættulega líðan frú- arinnar. En jafnskjótt sem skáldið er sloppið úr greipum hans undir bert loft verður sonur Klöterjahns, sjálf imynd fjörs og lífs, á vegi hans og hlær við honum dillandi hlátri svo að skáldið tekur á hraðan flótta. Stundum, eins og í Dauðanum í Feneyjum, reynir Thomas Mann að skapa heillynt skáld með fótfestu í borgaralegu þjóðfélagi. Gustav Aschenbach er kominn yfir fimmtugt, hefur með þrautseigu starfi unnið sér virðulegt álit sem rithöfundur, tam- ið sér fastan og reglulegan vinnutíma og heilbrigt líferni. En skyndilega brestur viðnámið og óstýrilátur ferða- hugur grípur skáldið. Hann fer til Feneyja og smávægilegt atvik, feg- urðarsýn í mynd unglings, leysir sjúk- legar ástríður hans úr hömlum; hann tekur sjúkdóm og deyr. Eðli listamannsins segir fyrr eða síðar til sín. Hann helzt ekki í borg- aralegum viðjum. Álög skáldsins eru að vera af tveim heimum. „Ég stend á mörkum tveggja heima, festi í hvorugum yndi og á þessvegna stundum örðuga daga. Listamennirn- ir kalla mig borgara, og borgararnir vilja taka mig höndum ... ég veit ekki, hvort særir mig dýpra. Borgar- arnir eru heimskingjar. En þið, sem tilbiðjið fegurðina, þið, sem kallið mig tómlátan og kaldlyndan, ættuð að minnast þess, að til er listamanns- eðli, sem stendur svo djúpt, er svo upprunalegt og áskapað, að því er engin þrá samgrónari og kærari en sú, sem kallar eftir unaði hversdagsleik- ans.“ (Tóníó Kröger, 114. bls.) 243 t
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.