Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 26
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
in vasa, a. m. k. að verulegu leyti,
kostnaðinn við flutning skjalasafnsins
frá Eyrarbakka hingað til Reykjavík-
ur.
Af þessu má það öllurn ljóst vera,
að heimildir þær, sem Þjóðskjala-
safnið varðveitir varðandi íslenzka
atvinnusögu, eru mjög einhliða og
varpa aðeins ljósi yfir vissa þætti
hennar, aðallega þá, sem varða af-
skipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Vitaskuld eru þessi gögn öll hin
mikilvægustu, en jafnvíst er líka, að
sú vitneskja, sem þau veita, gerir þau
ein alls ónóg. Ymsir aðrir þættir í
þróun efnahags- og atvinnulífs þurfa
einnig að koma fram. Segja má al-
mennt, að skjalagögn Þjóðskjala-
safnsins veiti fræðimönnum aðeins
aðstöðu til þess að kynna sér viðhorf
ríkjandi stjórnarvalda til atvinnulífs-
ins, þótt jafnframt kunni í þeim að
felast nokkur vitneskja um þarfir og
vandamál atvinnuveganna, ef svo vel
ber til, að leitað hefur verið til stjórn-
ar-valda um úrlausn þeirra.
Það brestur því mikið á, að skjala-
gögn Þjóðskjalasafnsins séu fullnægj-
andi fyrir þá fræðimenn, sem rann-
saka vilja íslenzka atvinnusögu. Þar
er engar heimildir að finna um innri
sögu og þróunarferil hinna ýmsu at-
vinnu- og verzlunarfyrirtækja í land-
inu fyrr og síðar, nema örfárra, sem
safninu hafa borizt heimildir um fyr-
ir meiri eða minni tilviljun, eins og ég
gat um áður. Hin innri saga og þróun-
unarferill atvinnu- og verzlunarfyrir-
tækja verður því ekki rannsökuð með
heimildagögnum Þj óðskj alasafnsins
einum saman.
Fræðimenn, sem styðjast verða ein-
vörðungu við heimildagögn Þjóð-
skjalasafnsins, eiga ekki kost á því að
setja sig í spor kaupmannsins eða at-
hafnamannsins og gera sér grein fyrir
sjónarmiðum þeirra. En slíkt er þeim
nauðsynlegt.til raunverulegs skilnings
á atvinnusögunni. Raunverulegan
skilning á atvinnusögunni getur eng-
inn fræðimaður öðlazt án þess að
hafa svo vítt heimildasvið, að hann
geti skyggnzt á bak við hinar þurru
en nauðsynlegu tölur hagtölufræðinn-
ar.
Ég er hræddur um, að okkur þætti
þunnur þrettándi að hafa aðeins í
höndum texta fyrstu íslenzku fánalag-
anna, en vita ekkert um atburði þá,
sem á undan gengu. Það er að vísu
fróðlegt að vita, hversu mikinn fisk
við fluttum til Englands á fyrstu árum
togaraútgerðarinnar, en okkur lang-
ar líka að vita, hver var gróði útflytj-
endanna, hvernig þeir skipulögðu
starfsemi sína, hver voru kjör verka-
fólksins, sem hjá þeim vann, hvort út-
flytjendurnir stóðu á eigin fótum fjár-
hagslega eða ráku útveg sinn með
lánsfé, innlendu eða erlendu, eða
hvorutveggja.
Söfn landsins eiga engin heimilda-
gögn um innri sögu atvinnulífsins, og
því síður gögn varðandi sögu þeirra
216