Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 26
TIMARIT MALS OG MENNINGAR in vasa, a. m. k. að verulegu leyti, kostnaðinn við flutning skjalasafnsins frá Eyrarbakka hingað til Reykjavík- ur. Af þessu má það öllurn ljóst vera, að heimildir þær, sem Þjóðskjala- safnið varðveitir varðandi íslenzka atvinnusögu, eru mjög einhliða og varpa aðeins ljósi yfir vissa þætti hennar, aðallega þá, sem varða af- skipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu. Vitaskuld eru þessi gögn öll hin mikilvægustu, en jafnvíst er líka, að sú vitneskja, sem þau veita, gerir þau ein alls ónóg. Ymsir aðrir þættir í þróun efnahags- og atvinnulífs þurfa einnig að koma fram. Segja má al- mennt, að skjalagögn Þjóðskjala- safnsins veiti fræðimönnum aðeins aðstöðu til þess að kynna sér viðhorf ríkjandi stjórnarvalda til atvinnulífs- ins, þótt jafnframt kunni í þeim að felast nokkur vitneskja um þarfir og vandamál atvinnuveganna, ef svo vel ber til, að leitað hefur verið til stjórn- ar-valda um úrlausn þeirra. Það brestur því mikið á, að skjala- gögn Þjóðskjalasafnsins séu fullnægj- andi fyrir þá fræðimenn, sem rann- saka vilja íslenzka atvinnusögu. Þar er engar heimildir að finna um innri sögu og þróunarferil hinna ýmsu at- vinnu- og verzlunarfyrirtækja í land- inu fyrr og síðar, nema örfárra, sem safninu hafa borizt heimildir um fyr- ir meiri eða minni tilviljun, eins og ég gat um áður. Hin innri saga og þróun- unarferill atvinnu- og verzlunarfyrir- tækja verður því ekki rannsökuð með heimildagögnum Þj óðskj alasafnsins einum saman. Fræðimenn, sem styðjast verða ein- vörðungu við heimildagögn Þjóð- skjalasafnsins, eiga ekki kost á því að setja sig í spor kaupmannsins eða at- hafnamannsins og gera sér grein fyrir sjónarmiðum þeirra. En slíkt er þeim nauðsynlegt.til raunverulegs skilnings á atvinnusögunni. Raunverulegan skilning á atvinnusögunni getur eng- inn fræðimaður öðlazt án þess að hafa svo vítt heimildasvið, að hann geti skyggnzt á bak við hinar þurru en nauðsynlegu tölur hagtölufræðinn- ar. Ég er hræddur um, að okkur þætti þunnur þrettándi að hafa aðeins í höndum texta fyrstu íslenzku fánalag- anna, en vita ekkert um atburði þá, sem á undan gengu. Það er að vísu fróðlegt að vita, hversu mikinn fisk við fluttum til Englands á fyrstu árum togaraútgerðarinnar, en okkur lang- ar líka að vita, hver var gróði útflytj- endanna, hvernig þeir skipulögðu starfsemi sína, hver voru kjör verka- fólksins, sem hjá þeim vann, hvort út- flytjendurnir stóðu á eigin fótum fjár- hagslega eða ráku útveg sinn með lánsfé, innlendu eða erlendu, eða hvorutveggja. Söfn landsins eiga engin heimilda- gögn um innri sögu atvinnulífsins, og því síður gögn varðandi sögu þeirra 216
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.