Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 31
HEIMILDASAFN ATVINNUVEGANNA
taki nægilegt tillit til mikilvægis at-
vinnulífsins og vandamála þess.
Meðal þeirra bandarískra stórfyr-
irtækja, sem heimilað hafa fræði-
mönnum not skjalasafna sinna, má
nefna General Motors, The National
City Bank, og J. P. Morgan-hring-
inn.
Tólf af þeim 140 bandarísku stofn-
unum, sem vinna að því að koma upp
skjalasafni hinna ýmsu atvinnu-
greina, starfa jafnframt að skipulögð-
um rannsóknum í sögu atvinnuveg-
anna. Forustuna hafa háskólarnir í
Harvard og New York.
Ég hef ekki tök á að rekja þessa
sögu ýtarlegar. Hún leiðir í Ijós, að
þróunin er hin sama í öllum þeim
löndum, sem komið hafa á viðunandi
skipan um varðveizlu atvinnuskjala-
safna, sú að forustumenn í vísindum
og atvinnumálum hafa tékið höndum
saman um lausn málsins.
Fésýslumenn eru að vísu önnum
kafnir við dagleg viðfangsefni í
rekstri fyrirtækja sinna, en erlendis
hefur reynslan jafnan orðið sú, að
þeir hafa komið auga á mikilvægi
þessa málefnis, raunar haft sínar efa-
semdir í fyrstu, en smám saman sann-
færzt um, að ekkert var að óttast, og
stuðlað að framgangi málsins.
Atvinnuskjalasöfnin eru undir-
stöðuheimildir um atvinnusögu, fé-
lagssögu og persónusögu. Og fésýslu-
mönnum er farið að skiljast, að rann-
sóknir, reistar á svo traustum grunni
og án afmælisbragðsins, stuðla varan-
lega að viðgangi atvinnuveganna með
því að auka þekkingu manna á að-
stæðum og kjörum atvinnulífsins. Ég
þekki svo marga íslenzka fésýslumenn,
að ég óttast ekki um afstöðu þeirra í
þessu þjóðarmálefni.
Við íslendingar erum kölluð sögu-
þjóð, en við getum ekki státað af því
að hafa gefið þessu málefni nægan
gaurn. Við höfum það að vísu okkur
til afsökunar, hve margt kaílar að í
einu um nauðsynlegar framkvæmdir
í landi okkar, þar sem flest var ógert
um síðustu aldamót. En framfara-
áhuginn má ekki verða til þess að
glepja fornan og nýjan söguáhuga
okkar. Við megum ekki bregðast
þeirri þjóðarskyldu að varðveita
söguheimildir okkar. Og við eigum
eftir að iðrast þess sárlega, ef við hefj-
umst ekki handa hið bráðasta um
nauðsynlegar aðgerðir í þessu efni,
sem vissulega þolir ekki langa bið úr
þessu.
Ég hef nú rakið í megindráttum,
hver þjóðarnauðsyn ber til þess, að
heimildargögnum íslenzkrar atvinnu-
sögu, þeim sem enn eru til í einkaeign,
verði komið fyrir í varanlega, örugga
vörzlu. Það er aðalatriði þessa máls,
en hitt er fremur aukaatriði, hverjar
reglur kunna að verða settar um notk-
un þessara heimildagagna. Um af-
drif þessa þjóðarmálefnis er allt kom-
ið undir þeirri afstöðu, sem eigendur
heimildagagnanna taka. í málinu
221