Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ógnandi, og kvenfólk sem kann ekki að tala svo að skilið verði hallar sér fram yfir borð og hlær jafn hryllilega og þeir. Hlátrasköllin smjúga gegnum Áka eins og hnífar, en samt er hann hamingjusamur yfir að vera hér. Á borðinu sem allir sitja við standa margar flöskur, og jafnskjótt og glas hefur verið tæmt skrúfar hönd tappa úr stúti og fyllir það af nýju. Áki sem er ósýnilegur leggst niður á gólfið og skríður undir borðið án þess að nokkur verði hans var. Hann hefur ósýnilegan bor í hendi, og laus við allt hik borar hann upp í gegnum borðplötuna. Bráðlega er hann kominn upp úr plötunni, en Áki heldur verkinu áfram. Hann borar í gler, og allt í einu þegar hann er búinn að bora gegnum flöskubotninn tekur jöfn og mjó brennivíns- buna að streyma niður um gatið á borðinu. Hann þekkir skó föður síns undir borðinu og þorir ekki að hugsa um hvað gerast mundi, ef hann yrði í einni svipan sýnilegur á ný. En þá heyrir Áki sér til kitlandi gleði að faðir hans segir: Allt útdrukkið, og einhver annar tekur undir: Já, svei mér lifandi, og síðan standa allir á fætur og fara. Áki fylgir föður sínum niður dyraþrepin, og þegar þeir eru komnir út á götuna leiðir hann pabba sinn, þótt hann verði þess ekki var, að bifreiðastöð og hvíslar heimilisfanginu að bílstjóranum og stendur síðan á fótskörinni alla leið til að sjá um að þeir fari í rétta átt. Þegar aðeins fáein hverfi eru ófarin heim óskar Áki sér að vera kominn aftur á sinn stað — og fyrr en varir liggur hann á eldhússófanum og heyrir bílinn nema staðar niðri á götunni, og það er ekki fyrr en búið er að setja hann í gang aftur að honum verður ljóst að þetta var ekki réttur bíll, því hann hafði staðnæmzt framan við útidyrnar á næsta húsi. Hinn er þá enn á leiðinni, hefur ef til vill tafizt í umferðaþröng hjá næstu þvergötu, kannski orðið að stanza vegna hjólreiðarmanns sem hafði skollið í götuna, já hvað getur ekki komið fyrir bíla. Loksins kemur þó bifreið sem virðist vera hin rétta. Nokkrum húsum neðar í götunni byrjar að draga úr hraðanum, hún rennur hægt fram hjá húsinu við hliðina og staðnæmist með dálitlu ískri beint frammi undan dyrunum á húsinu hans Áka. Bíldyr opnast, hurð skellur aftur, einhver blístrar og það glamrar í peningum. Faðir hans er aldrei vanur að flauta, en hvaða mark er takandi á því. Hvers vegna skyldi hann ekki allt í einu geta byrjað að blístra? Bíllinn fer í gang og þýtur fyrir hornið, síðan er algjör þögn á götunni. Áki leggur við hlustir — hvort enginn umgangur heyrist í stiganum — en útidyrahurðin fellur ekki í lás að baki neinum. Lági smellurinn í slökkvaranum þegar stiga- ljósið er kveikt kemur aldrei. Dimma þófahljóðið þegar gengið er upp stiga heyrist aldrei. 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.