Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og láta svo skeytið „fljúga burt með vírnum á dularfullan hátt, yfir hálfan
hnöttinn eða meir“ (77). „Því þessir símaþræðir liggja um alla veröldina og
eru holir að innan. Undarlegt, að þegar símskeyti er bundið við símann, skuli
það verða að hljóði, sem berst um allan heim.“ (78)
Á prestssetrinu er honum fyrst vísað inn í stofu, sem hann þekkir frá fornu
fari, „því þetta var skólastofan, þar sem hann hafði lært um Abraham, ísak og
Jakob, ásamt ýmsu um beinagrindina í hundinum og manninum“ (80). Smátt
og smátt er bjartsýni hans að fjara út aftur. Því nær sem hann hefur komið
prestssetrinu, því minna hefur honum þótt varið í að fara með símskeyti, og
hann finnur á ný biturlega til smæðar sinnar. „Hann var jafnvel farinn að
vonast eftir aS mega sitja hér til eilífðar, án þess að nokkur gæfi um hann, eða
léti sig varða tilveru hans.“ (81)
Svo vísar presturinn honum inn til Unu, þar sem hún situr við skiptiborð,
önnum kafin að afgreiða símtöl og símskeyti. Drengurinn finnur mjög til
minnimáttarkenndar gagnvart þessari fermingarsystur sinni, sem hefur því-
líkt vald yfir undratækinu. Þar að auki er hann feiminn við hana, af því að
hún er orðin svo fullorðinsleg: „mjaðmir hennar svo sterkar og þrýstnar, að
dreingnum hálfsortnaði fyrir augum, án þess hann gæti skiliS hversvegna“
(83). Þegar hlé verður í símanum, tekur stúlkan hann tali. Samtal þeirra snýst
um AmeríkufóIkiS og um naglaþjölina. Una virðist dálítið afbrýðissöm út af
þessari gjöf Ameríkustúlkunnar, og eins út af loforði hennar að biðja föður
sinn um ferðafé til Ameríku handa drengnum. Hún reynir að stríða Guðmundi
— en hann er auðvitað mesti klaufi að svara fyrir sig — og gerir lítiS úr nagla-
þjölinni, segir að hún sé alls ekki úr silfri, eins og hann heldur, bara úr járni.
Hún segist einnig ætla sér til Reykjavíkur þá um haustið.
Þegar drengurinn snýr aftur heim, er orðið slæmt veður, mikil rigning, en
hann er kápulaus. Una kemur hlaupandi á eftir honum með kápu sína, sem
hún vill Ijá honum. Á ferðinni heim, sem honum sækist seint, verður hann
sannfærður um, að það sé engin stúlka til í heiminum, sem geti jafnazt á við
Unu. En þegar hann hugsar til þess, að hún sé að fara til Reykjavíkur, verður
hann „gripinn ótta og kvíða fyrir því að missa hana“ (95). Kaflinn endar á
draumkenndum og IjóSrænum hugleiðingum drengsins um Unu: „ÞaS eina
markmið, sem hann gat sett sér, var að verða mikill maður til að verða Unu
samboðinn.“ (96)
Tíundi kafli (bls. 97—102). — Þegar GuSmundur kemur heim og fer inn í
niðadimma baðstofuna, gýs á móti honum „ilmur, sem minti hann á sum heiða-
292