Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 43
THOMAS MANN
áhuga. En því veikari sem hann veit
sig þeim mun meira berst hann á.
Hann reisir sér skrauthýsi, en húseign
feðra hans kemst í hendur á aðal-
keppinaut hans, hinum nýríka dr.
Moritz Hagerström. Þannig lýsir sér í
öllu hnignun ættarinnar, hinna fyrr-
um dyggðum prýddu borgara, sem er
aðalefni sögunnar. Þessi söguþráður
er með ívafi tónlistar Wagners og
heimspeki Schopenhauers. En þar er
komið niður á dýpra lag í sögunni:
hinn heimspekilega grunn hennar,
eins og síðar verður að vikið.
Eftir Buddenbrooks ritar Thomas
Mann hverja smásöguna af annarri,
sem öllu réttara væri þó að nefna
stuttar skáldsögur: Tristan (1902),
Tóníó Kröger (1903), Konunglega
tign (1909) og Dauðann í Feneyjum
(1913). Þessar sögur, einkum Tóníó
Kröger og Dauðinn í Feneyjum, eru
meðal fremstu listaverka skáldsins.
Allar fjalla þær um efni sem skáldinu
er hugstæðast á þessum árum, and-
stæður milli lífs og anda, borgara og
listamanns, og er einkum varpað ljósi
á listamanninn frá hlið sjúkdóms og
„samúðar með dauðanum“. í Tristan
eru höfuðpersónurnar þrjár, Klöter-
jahn, fjörmikill kaupsýslumaður og
borgari, skáldið Spinell, einangraður
í draumórum sínum, og kona Klöter-
jahns, sem lífskröfur og listhneigð
vilja slíta á milli sín. Skáldið notar
sér veikleika hennar fyrir tónlist til að
lokka hana inn í sinn heim, fær hana
eitt kvöld á hressingarhælinu þar sem
þau dveljast til að leika Tristan eftir
Wagner, og er það nóg til að yfirbuga
heilsu hennar. í Tóníó Kröger er
höfuðpersónan skáld með því nafni.
Skólasystkini hans eru Ingeborg Holm
og Hans Hansen, ímynd fegurðar og
lífsgleði, þeirrar borgaralegu ham-
ingju sem skáldið fær ekki notið nema
í hugþrá sinni. Tóníó Kröger er talinn
sjálfslýsing höfundar, og eftir því er
hann að sjálfs sín dómi „borgari sem
villtist út á listabrautina, týndur son-
ur með heimþrá í hjarta, listamaður
með vonda samvizku“. Konungleg
tign er í gamansömum léttum stíl og
eina sagan þar sem tilraun er gerð til
að sætta borgara og skáld, eða þýzka
ríkið og húmanismann. Sagan er ekki
heldur annað en gamansamt æfintýri.
í Dauðanum í Feneyjum er höfuð-
persónan skáldið Gustav von Aschen-
bach. Hann hefur unnið sér frægt
nafn sem rithöfundur, heldur sér uppi
líkt og Thomas Buddenbrooks með
viljaþreki og skyldurækni, en lifir
hinu borgaralega lífi í hörðum mót-
þróa gegn innra eðli og að lokum
brestur viðnám hans, skáldið tekur
sig upp og fer til Feneyja, lætur und-
an kröfum hjarta síns sem um leið eru
sjúkdómseinkenni hans, og sagan end-
ar með skyndilegum dauða hans.
Næsta stórvirki Thomasar Manns
eftir Buddenbrooks er Töfrafjallið
(Der Zauberherg) sem kom út 1924.
Sagan gerist á heilsuhæli uppi í fjöll-
233