Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 43
THOMAS MANN áhuga. En því veikari sem hann veit sig þeim mun meira berst hann á. Hann reisir sér skrauthýsi, en húseign feðra hans kemst í hendur á aðal- keppinaut hans, hinum nýríka dr. Moritz Hagerström. Þannig lýsir sér í öllu hnignun ættarinnar, hinna fyrr- um dyggðum prýddu borgara, sem er aðalefni sögunnar. Þessi söguþráður er með ívafi tónlistar Wagners og heimspeki Schopenhauers. En þar er komið niður á dýpra lag í sögunni: hinn heimspekilega grunn hennar, eins og síðar verður að vikið. Eftir Buddenbrooks ritar Thomas Mann hverja smásöguna af annarri, sem öllu réttara væri þó að nefna stuttar skáldsögur: Tristan (1902), Tóníó Kröger (1903), Konunglega tign (1909) og Dauðann í Feneyjum (1913). Þessar sögur, einkum Tóníó Kröger og Dauðinn í Feneyjum, eru meðal fremstu listaverka skáldsins. Allar fjalla þær um efni sem skáldinu er hugstæðast á þessum árum, and- stæður milli lífs og anda, borgara og listamanns, og er einkum varpað ljósi á listamanninn frá hlið sjúkdóms og „samúðar með dauðanum“. í Tristan eru höfuðpersónurnar þrjár, Klöter- jahn, fjörmikill kaupsýslumaður og borgari, skáldið Spinell, einangraður í draumórum sínum, og kona Klöter- jahns, sem lífskröfur og listhneigð vilja slíta á milli sín. Skáldið notar sér veikleika hennar fyrir tónlist til að lokka hana inn í sinn heim, fær hana eitt kvöld á hressingarhælinu þar sem þau dveljast til að leika Tristan eftir Wagner, og er það nóg til að yfirbuga heilsu hennar. í Tóníó Kröger er höfuðpersónan skáld með því nafni. Skólasystkini hans eru Ingeborg Holm og Hans Hansen, ímynd fegurðar og lífsgleði, þeirrar borgaralegu ham- ingju sem skáldið fær ekki notið nema í hugþrá sinni. Tóníó Kröger er talinn sjálfslýsing höfundar, og eftir því er hann að sjálfs sín dómi „borgari sem villtist út á listabrautina, týndur son- ur með heimþrá í hjarta, listamaður með vonda samvizku“. Konungleg tign er í gamansömum léttum stíl og eina sagan þar sem tilraun er gerð til að sætta borgara og skáld, eða þýzka ríkið og húmanismann. Sagan er ekki heldur annað en gamansamt æfintýri. í Dauðanum í Feneyjum er höfuð- persónan skáldið Gustav von Aschen- bach. Hann hefur unnið sér frægt nafn sem rithöfundur, heldur sér uppi líkt og Thomas Buddenbrooks með viljaþreki og skyldurækni, en lifir hinu borgaralega lífi í hörðum mót- þróa gegn innra eðli og að lokum brestur viðnám hans, skáldið tekur sig upp og fer til Feneyja, lætur und- an kröfum hjarta síns sem um leið eru sjúkdómseinkenni hans, og sagan end- ar með skyndilegum dauða hans. Næsta stórvirki Thomasar Manns eftir Buddenbrooks er Töfrafjallið (Der Zauberherg) sem kom út 1924. Sagan gerist á heilsuhæli uppi í fjöll- 233
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.