Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 111
HEIÐIN
ekki að nefna það, né líkja það eftir, en hann kunni að meta gildi þess og dá yfirburði
þess ... 143—144
Þegar læknirinn tekur utan um prófastsdótturina í allra ásýn og kyssir hana
á munninn, en hún tekur í staðinn handfylli sína í hárið á honum og gefur
honum utan undir, þá finnst drengnum, að slík framkoma við unga stúlku
hljóti ,,að vera hápúnkturinn á öllum glæsileik í veröldinni, og hann gat sjálfur
ekki hugsað sér neitt hlutskifti öllu ákjósanlegra en að láta únga stúlku berja
sig í góðu fyrir koss“ (149).
Akveðið verður, að Guðmundur fari í skóla hjá eldri dóttur prófastsins.
Fimmtándi kafli (bls. 152—168). — Um kvöldið sama daginn tekur Símon,
sem er nokkurskonar faktótum hjá lækninum, drenginn með sér í „einn meiri
háttar leiðángur“ um kaupstaðinn. Sjálfur er Símon „ekki margmáll né
skemtilegur“; hann er „á litinn eins og glerhákarl“ (156).
Þeir koma fyrst við hjá fríkirkjuprestinum og konu hans. Þetta er „horaður
maður með stórt nef og stríða, djúpa drætti kríngum munninn og blá augu fá-
dæma saklaus, innileg og heimskuleg“. Hann er „mentunarlaus og prestvígslu-
laus uppgjafa-sergent úr Hjálpræðishernum“ (153—154). Fríkirkjuprestur-
inn hefur nokkrar áhyggjur út af því, að drengurinn skuli hafa lent hjá lækn-
inum, sem er „bæði guðlastari og trúníðíngur“ (154).
Svo koma þeir Símon í veitingahús, þar sem nokkrir menn og unglingar
sitja við bjórdrykkju. Uppi á stól í miðju herberginu stendur roskinn maður
með „undarlegan glampa í augunum“ og talar um „Kristján konung tíunda og
skuldir hans við sig“ (156). Guðmundi finnst mikið til um þessa ræðu, því það
er í fyrsta skiptið á æfinni, sem hann heyrir „ræðu haldna utan predikunar-
stóls“. Fæstir virðast þó kæra sig mikið um að hlusta. T. d. er drukkinn maður
„með blátt kartöflunef og harðan flibbá“ að kveða rímur, meðan á þessari
stórkostlegu ræðu stendur.
Aðalpersónan í samkundu þessari reynist samt vera maður „með mórautt
andlit og gulltennur“, „í frakka með loðnum kraga“ (157). Þetta er Vestur-
íslendingurinn Mr. Vídalín, eða „helvítið hann Fíólín“, eins og sumir nefna
hann. Unglingarnir vilja bjóða honum bjór, en hann er fyrst-hinn fýldasti.
Loks lætur hann þó svo lítið að þiggja þetta hland, og fer að segja þeim frá
reynslu sinni þar vestra. Þetta eru æfintýralegar sögur um ríka kvenmenn, sem
hafa sótzt eftir félagsskap Mr Vídalíns og borgað honum 50 og upp í 100 doll-
ara í hvert skipti. Sögur hans vekja mikla aðdáun og fjörugar umræður.
301