Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
öll meginhugsun beinist að í verkum
hans eiga rætur í brjósti hans sjálfs,
og hefur hann margoft lýst sér sem
skóldi af tveimur heimum.
Um leið og Thomas Mann er sjálf-
ur uppistaðan í verkum sínum fela
þau í sér ítarlegustu og skörpustu at-
hugun og gagnrýni sem nokkurt borg-
aralegt skáld hefur gert á lífsskoðun
tuttugustu aldar, á meinsemdum hins
borgaralega þjóðfélags á stigi im-
períalisma, styrjalda og fasisma, og á
þýzkri hugmyndaþróun sérílagi. Hann
tekur nútíma borgarastétt undir ljós-
spegil sinn og gagnlýsir har.a frá öll-
um hliðum og sýnir hnignunar- og
dauðamörkin í hugmyndakerfi henn-
ar sem gróðrarstíu nazismans, og
hlífir ekki lærimeisturum sínum, sam-
tíðarpostulum né sjálfum sér.
Eftir að skáldið hefur séð með
auknum þroska niður í djúp samtíð-
arinnar og hver voði þjóð sinni og
manninum er búinn, tekur hann nú-
tímann og ber upp að ljósi fortíðar-
innar og fer að grafast fyrir uppruna
mannsins framan við nútíma þjóðfé-
lög og finna frumdrætti hans og eðlis-
einkenni og þau náttúrlegu sögulegu
lögmál sem þróun hans og framvinda
hlítir á jörðinni, og jöfnum höndum
ber hann nútímann, hikandi í fyrstu,
upp að ljósi sósíalismans, mannúðar-
stefnu hans og framtíðarhugsjóna.
Fyrst og síðast í list Thomasar
Manns beinist athygli hans og hugar-
ástríða að manninum sjálfum, lífs-
mynd hans hreinni og sannri, þeirri
þroskuðu sanngóðu manngerð er lýsa
megi sem fyrirmynd og leiðarljós
fram á veginn.
„Týndur sonur"
Thomas Mann er borgari að eðli og
uppruna. Forfeður hans eru stórkaup-
menn og konsúlar, máttarstoðir
hansastaðarins Lúbeck. Hann er alinn
upp í gömlu borgaralegu andrúms-
lofti og umhverfi, svo að þegar hann
kemur á fullorðinsárum til Weimar í
hús Goethes, sem varðveitt er óbreytt
frá því fyrir 1800, finnst honum sem
hann komi í foreldrahús sín og allt sé
gamalkunnugt. Borgaramenning kyn-
slóðarinnar á undan, einkum verk
Schopenhauers, Wagners og Nietz-
sches, drekkur hann í sig og tilbiður
fram eftir aldri þessa höfuðmeistara,
og áhrif þeirra eru mótuð hið dýpsta
í verk hans sjálfs. Svo djúpar rætur
festu lífsskoðanir þeirra í huga hans
að það kostar hann aldraðan brenn-
andi sársauka að verða að slíta þær
þaðan aftur. Hann geldur þessum og
öðrum lærifeðrum dýrar gjafir í rit-
gerðum sínum og fellir um þá hina
sanngjörnustu dóma þakklátum huga
og af samúðarskilningi. Hann finnur
náinn skyldleika með sér og þeim. þó
að snillingar frá æskuskeiði borgara-
stéttarinnar, Schiller og síðar Goethe
framar öllum, standi seinna hjarta
hans nær.
240