Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 119
HEIÐIN
hans prýðilega að sér í fornum sögum og hagmæltur vel“. Og gamli maðurinn
bætir við:
— Til lítils hefur forsjónin úthlutað okkur þetta land og gefið kynslóð okkar merkilega
sögu í þúsund [ár], tigið mál og fögur Ijóð, ef héðan skal koma förumannalýður og heimil-
isleysíngjar til að þiggja daglaun hjá afkomendum Breta í framandi álfum eða taka upp
siðu prángara í framandi löndum. 254
Ferðamönnunum er boðið heim á bæ ferjumannsins, en þetta reynist vera
sannkallað fyrirmyndarheimili. Synir gömlu hjónanna eru sumir orðnir mild-
ir menn í landinu og allir þjóð sinni til sóma: einn þeirra er kaupfélagsstj ór-
inn.
Þau Una þiggja boðið að gista á bænum, þar sem það er orðið mjög seint.
Guðmundur stendur við opinn gluggann:
Hann horfði út í nóttina, út í frið vornæturinnar, — tindamir yfir suðurheiðunum vóru
sofnaðir inn í bláma næturinnar. ísland, hugsaði hann, og það var kanski í fyrsta sinn, sem
honum var það Ijóst, hvað orðið þýddi. 257
Með þessum orðum lýkur frásögn handritsins. En aftast hefur höfundurinn
bætt þessari athugasemd við: „Bókin endar á því, að strákurinn sofnar í hlað-
varpanum og verður af skipinu.“ Þetta virðist benda til þess, að Guðmundur
eigi að hljóta sömu örlög og nafni hans í Sjálfstœðu fólki og komast aldrei
vestur. En varla hefur þetta verið sú upprunalega hugmynd skáldsins. Aftan á
titilblaðinu er nefnilega skrifað: „I. Heiðin. II. Westra. III. lcelander frá
Winnipeg. Það lítur þá út fyrir, að Heiðin hafi verið hugsað sem upphafið að
þrískiptri vesturfarasögu. En hefði höfundurinn haldið fast við þetta áform
sitt, þyrfti lokaþátturinn í Heiðinni, eins og hann endar í handritinu, alls engr-
ar viðbótar við. En einhverra hluta vegna hefur hann horfið frá hugmyndinni
um að semja vesturfarasögu og beygt inn á aðrar brautir, þangað til að Sjálf-
stœtt fólk stóð fullmótuð í huga hans. E. t. v. er hægt að gefa nokkra skýringu
á þessari þróun.
II
Eins og ég hef áður bent á, var Heiðin samin í lok ameríkudvalar höfundar-
ins. Það er líklegt, að Halldór hafi um þessar mundir orðið fyrir talsverðum
vonbrigðum þar vestra.
Hann hafði dvalið lengi í Los Angeles, rannsakað kvikmyndagerðina af
miklum áhuga, ritað greinar um kvikmyndir, og samið sjálfur nokkur uppköst
309