Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 27
HEIMILDASAFN ATVINNUVEGANNA
athafnamanna, sem rutt hafa braut-
ina að ah'innulegri endurreisn ís-
lands. En þroskaferill og ævisaga þess-
ara manna verður ekki rakin án við-
skiptagagna fyrirtækja þeirra.
Mssulega er okkur mikilvægt að
eiga ritaðar ævisögur skáldanna Jóns
Thoroddsens og Einars Benediktsson-
ar; jafn-vel sem þær eru úr garði gerð-
ar af dr. Steingrími J. Þorsteinssyni
prófessor. En myndi okkur ekki einn-
ig vera mikilvægt að eiga ritaðar ævi-
sögur ýmissa forustumanna í íslenzku
verzlunar- og atvinnulífi, t. d. manna
eins og Þorláks Ó. Johnsens, kaup-
manns hér í Reykjavík, og Ásgeirs
Péturssonar, síldarútgerðarmanns frá
Akureyri. En vísast er þó, að þær
verði aldrei ritaðar, með því að öll
innri gögn um sögu þessara stór-
brotnu athafnamanna munu nú glöt-
uð. Skjalasöfn einkafyrirtækja hafna
jafnan í glatkistunni og þeir, sem
kynnu að vilja rannsaka innri sögu
þeirra og þróunarferil, standa vísast
uppiskroppa um öll gögn. Það mun
því miður allalgengt, að viðskipta-
gögnum fvrirtækja sé tortímt, eftir að
þau hætta að hafa hagnýtt gildi fyrir
reksturinn, og stundum jafnvel jafn-
skjótt sem liðin eru þau tíu ár, sem
bókhaldslögin fyrirskipa varðveizlu
þeirra. Fara með þessum hætti for-
görðum mikilvæg söguleg gögn. Þeg-
ar gömul fyrirtæki hætta rekstri, er
því miður sjaldnast um það hirt, hvað
um skjalasöfn þeirra verður, enda
engin stofnun til í landinu, sem hefur
það hlutverþ með höndum að varð-
veita þau. Ég veit, að Þjóðskjalasafn-
ið hefur aldrei neitað að taka við
skjalasöfnum fyrirtækja til varð-
veizlu, ef eigendurnir hafa haft skiln-
ing á heimildagildi þeirra og farið
þess á leit. En ég veit líka, að Þjóð-
skjalasafnið hefur nú þegar svo lítið
húsrými, að það hefur neyðzt til þess
að koma fyrir í geymslu annars stað-
ar ýmsum skjalagögnum.
Margir munu þeir vera, bæði kaup-
menn og athafnamenn, sem fegnir
vilja varðveita gömul skjalagögn,
blátt áfram af persónulegum ástæð-
um, vegna minjagildis þeirra, en þá
kann að bresta geymslupláss, og þarf
þá ekki um að spyrja, hver afdrifin
verða.
Átakanlegt dæmi um tortímingu
skjalasafns af slíkum ástæðum var
mér sagt fyrir nokkurum árum norð-
an úr Siglufirði. Þar starfaði á sínum
tíma eitt af útibúum Gránufélagsins
og síðar eitt af útibúum arftaka þess,
Hinna sameinuðu íslenzku verzlana.
Þessi félög voru einráð um öll við-
skipti Siglfirðinga um 35 ára skeið og
áttu og gerðu út flestöll siglfirzk há-
karlaskip, eftir að þau hurfu úr
bændaeign, en hákarlaveiðar voru á
þessu tímabili aðalatvinnuvegur Sigl-
firðinga.
Þegar Hinar sameinuðu íslenzku
verzlanir hættu starfsemi, voru eignir
þeirra seldar, m. a. verzlunarhúsin.
217