Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
legan hátt, hagnýta út í æsar alla
möguleika ákveðins fjölda tóna,
þvinga þá undir sem strangast lögmál,
eftir talnalegum útreikningi kaldrar
skynsemi, og skapa með því tónasam-
stæðu er veki dulmögnuð áhrif. í
sjúkum metnaði að ná ýtrasta valdi á
listformi sínu fjarlægist hann með
tónsmíðum sínum allt mannlegt og
fyllist æ meiri örvæntingu, ánetjast
illum öflum og gerir loks samning við
djöfulinn, sem gefur honum tuttugu
og fjögur ár, og birtist honum í
margskonar líki meðan hann talar við
hann, m. a. líki Luthers og tveggja
guðfræðikennara sinna. Adrian lifði
einlífi í Pfeifering, skammt frá Miin-
chen, á heimili frú Schweigestill, um-
gekkst enga nema þröngan hóp „að-
dáenda“, óhugnanlegt hreiður lífs-
fjandsamlegra dulvitringa og fagur-
kera, hleypir sjaldnast neinum til sín
nema kynvillingnum Schildknapp.
Eitt sinn hefur þó Adrian valið sér
konuefni, fær vin sinn Rudolf
Schwerdtfeger til að flytja bónorðið,
en hann tekur hana þá sjálfur, en
fyrri unnusta hans myrðir hann í
járnbrautarvagni. Eftir það gerir
Adrian enga tilraun til kvonbæna
heldur þræðir stöðugt lengra út á ein-
stigi listarinnar. Sterkur mannúðar-
geisli skín þó andartak á veg hans.
Systursonur hans fimm ára kemur á
heimilið, engill í barnsmynd. Adrian
fær ást á honum, en barnið veikist og
deyr skyndilega. Þetta áfall þoldi
hann ekki. Hann skoðar það sem
hinztu fordæmingu, og hræðileg ör-
vænting grípur hann. Síðasta tónsmíð
hans Torrek dr. Fausti eru kveinstafir
hans. Hann kallar á vinahóp sinn tif
að hlýða á verkið. Áður en flutningur
verksins hefst flytur hann ræðu sem
felur í sér hina opinskáustu játningu
og sjálfsásökun, og gerist hún þeim
mun furðulegri sem lengra kemur
fram, og aðdáendurnir taka að tínast
út úr stofunni fullir hneykslunar og
undrunar, þegar hann fer að segja frá
samningi sínum við myrkrahöfðingj-
ann og samlífi sínu við hafmeyna úr
æfintýri Andersens. Loks myrkvast
hugur hans algerlega. Hann féll frá
píanóinu á gólfið og verkið var aldrei
flutt. Það var í maímánuði 1930.
Hann var fluttur á geðveikrahæli og
lifði þar fram í ágúst 1940.
Adrian Leverkiihn og list hans eru
dæmi um algera einangrun lista-
mannsins í þjóðfélaginu. Hann hefur
ógeð á öllu mannlegu. Hann forðast í
list sinni alla mannlega skírskotun.
Hún má ekki fela í sér mannlega til-
finningu. Hann talar af fyrirlitningu
um „kúayl“ listarinnar. Listinni kem-
ur ekkert við nema hún sjálf. Henni
ber að forðast öll tengsl við hugsjón
og siðgæði. Hana varðar ekkert nema
sín eigin stærðfræðilegu lögmál.
Hvað satt er eða gott snertir hana
ekki. Hún er ofar illu og góðu. Hún er
ríki út af fyrir sig. Vandamál hennar
er hreinleiki formsins. Hlutverk lista-
250