Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Side 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR legan hátt, hagnýta út í æsar alla möguleika ákveðins fjölda tóna, þvinga þá undir sem strangast lögmál, eftir talnalegum útreikningi kaldrar skynsemi, og skapa með því tónasam- stæðu er veki dulmögnuð áhrif. í sjúkum metnaði að ná ýtrasta valdi á listformi sínu fjarlægist hann með tónsmíðum sínum allt mannlegt og fyllist æ meiri örvæntingu, ánetjast illum öflum og gerir loks samning við djöfulinn, sem gefur honum tuttugu og fjögur ár, og birtist honum í margskonar líki meðan hann talar við hann, m. a. líki Luthers og tveggja guðfræðikennara sinna. Adrian lifði einlífi í Pfeifering, skammt frá Miin- chen, á heimili frú Schweigestill, um- gekkst enga nema þröngan hóp „að- dáenda“, óhugnanlegt hreiður lífs- fjandsamlegra dulvitringa og fagur- kera, hleypir sjaldnast neinum til sín nema kynvillingnum Schildknapp. Eitt sinn hefur þó Adrian valið sér konuefni, fær vin sinn Rudolf Schwerdtfeger til að flytja bónorðið, en hann tekur hana þá sjálfur, en fyrri unnusta hans myrðir hann í járnbrautarvagni. Eftir það gerir Adrian enga tilraun til kvonbæna heldur þræðir stöðugt lengra út á ein- stigi listarinnar. Sterkur mannúðar- geisli skín þó andartak á veg hans. Systursonur hans fimm ára kemur á heimilið, engill í barnsmynd. Adrian fær ást á honum, en barnið veikist og deyr skyndilega. Þetta áfall þoldi hann ekki. Hann skoðar það sem hinztu fordæmingu, og hræðileg ör- vænting grípur hann. Síðasta tónsmíð hans Torrek dr. Fausti eru kveinstafir hans. Hann kallar á vinahóp sinn tif að hlýða á verkið. Áður en flutningur verksins hefst flytur hann ræðu sem felur í sér hina opinskáustu játningu og sjálfsásökun, og gerist hún þeim mun furðulegri sem lengra kemur fram, og aðdáendurnir taka að tínast út úr stofunni fullir hneykslunar og undrunar, þegar hann fer að segja frá samningi sínum við myrkrahöfðingj- ann og samlífi sínu við hafmeyna úr æfintýri Andersens. Loks myrkvast hugur hans algerlega. Hann féll frá píanóinu á gólfið og verkið var aldrei flutt. Það var í maímánuði 1930. Hann var fluttur á geðveikrahæli og lifði þar fram í ágúst 1940. Adrian Leverkiihn og list hans eru dæmi um algera einangrun lista- mannsins í þjóðfélaginu. Hann hefur ógeð á öllu mannlegu. Hann forðast í list sinni alla mannlega skírskotun. Hún má ekki fela í sér mannlega til- finningu. Hann talar af fyrirlitningu um „kúayl“ listarinnar. Listinni kem- ur ekkert við nema hún sjálf. Henni ber að forðast öll tengsl við hugsjón og siðgæði. Hana varðar ekkert nema sín eigin stærðfræðilegu lögmál. Hvað satt er eða gott snertir hana ekki. Hún er ofar illu og góðu. Hún er ríki út af fyrir sig. Vandamál hennar er hreinleiki formsins. Hlutverk lista- 250
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.