Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 47
THOMAS MANN
átti griðland í fimm ár (1933—1938),
en fjórða bindið í Bandaríkjunum
þar sem hann dvaldist öll styrjaldar-
árin síðari og varð amerískur ríkis-
borgari með aðsetur lengst af í Kalí-
forníu. Fyrsta bindið heitir Sögur
Jakobs (Die Geschichten Jaakobs
1933) með 64 síðna inngangskafla
sem nefnist För til undirheima og er
forleikur að skáldsögunni allri: för
niður í djúp liðinna alda. Sögur
Jakobs rekja bæði upptökin aftur til
Abrahams og sköpunar mannsins og
lýsa fram í söguna til þess er eftir
kemur. Annað bindið, Jósej á œsku-
árum (Der junge Joseph, 1934), segir
frá uppvexti Jósefs, ást Jakobs á hon-
um, öfund bræðra hans er fær þá til
að kasta honum í gryfju og segja hann
dauðan. Þriðja bindi, Jósef í Egypta-
landi (Joseph in Agypten, 1936)
ásamt lokabindinu, Jósef lífgjafi (Jo-
seph der Ernahrer, 1944), gerist í
nýju umhverfi hámenningarríkisins í
Nílárdalnum sem frá því á bernsku-
dögum hafði dregið að sér hug skálds-
ins. Eftir langa neyð vinnur Jósef sér
frægð í hinu framandi landi, en kona
Pótifars rægir hann, og enn er honum
varpað í fangagryfju. Hinn góði
vörður þar bjargar honum, og með
ráðspeki sinni vinnur hann trúnað
hins unga Faraós sem kominn er
sejtján ára til valda eftir föður sinn,
en Jósef er þá þrítugur. Nú verður
hann ráðherra og ráðgjafi Faraós og
gerir miklar framkvæmdaáætlanir til
varnar hungursneyð komandi ára.
Víkur sögunni um skeið til Kanaans-
lands þar sem tvö fyrstu bindin ger-
ast, bræður hans koma og faðir hans
fær að vita um að hann sé á lífi.
Hungursneyðin kemur og ráðstafanir
Jósefs koma til framkvæmda. Sagan
endar á andláti Jakobs í Gósenlandi,
og er múmía hans flutt heim með mik-
illi viðhöfn svo að bein hans öðlist
hvílurúm í gröf feðranna.
Áður en Thomas Mann lauk fjórða
bindinu af Jósef og bræðrum hans rit-
aði hann inn á milli aðra skáldsögu,
Lotta kemur til Weimar (Lotte in
Weimar, 1939), í rauninni bók um
Goethe og má telja að hún sé hliðstæð
þessu verki. í báðum er hann að lyfta
manninum til æðstu tignar og hlaða
húmanismanum varnarvirki gegn
niðurrifsöflunum sem voru að verki
í föðurlandi hans. Efni sögunnar er í
stuttu máli að Lotte, eða fullu nafni
Charlotte Kestner, f. Buff, frá Wetz-
lar, sjálf hin tilbeðna fyrirmynd
Lottu í Raunum Werthers unga (Die
Leiden des jungen Werthers, skáld-
sögu Goethes frá æskuárunum sem
mesta hrifningu vakti), kemur til
Weimar 1816, þá ekkja, sextíu og
þriggja ára, eftir að liðin eru 44 ár
frá kynningu Goethes og hennar. Hún
kemur í gistihúsið „Zum Elephanten“
í Weimar, kl. um 8 að morgni einn
septemberdag, með dóttur sinni og er,
a. m. k. í orði kveðnu, að heimsækja
systur sína og ætlar að borða hjá
237