Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 51
THOMAS MANN
Hinn borgaralegi uppruni er skáld-
inu augljós samvizkuspurning lengi
fram eftir og vandamál sem hann
glímir við í hverju verkinu af öðru.
Hversvegna hafði hann, stórkaup-
mannssonurinn, gerzt skáld? Var
hann á réttri leið? Hafði hann ekki
með því að gerast skáld brugðizt ætt-
arskyldu sinni? Og var hann ekki, þó
að hann hefði gerzt skáld, í raun og
sannleika borgari? Þessar spurning-
ar sóttu á hug hans. Jafnhliða fær
hann þær hugmyndir úr heimspeki
Schopenhauers og Nietzsches og úr
tónlist Wagners og skáldritum Dosto-
jevskís að listgáfan sé sjúkdómur í
manninum og viti að dauðanum.
Með það sjónarmið í huga ritar
Thomas fyrstu skáldsögu sína, Bud-
denbrooks, þar sem hann leitast við
að komast fyrir rætur sjálfs sín og
þeirra andstæðna sem hann finnur
togast á í brjósti sínu. Buddenbrooks
er saga ættar hans sjálfs. Kemur hún
ekki einmitt heim við þessar sjúk-
dómskenningar? Forfeður höfundar-
ins höfðu verið traustir borgarar og
faðir hans haldið í horfinu. En ættin
var sýkt: Tveir synir hans gerast
skáld. Móðir þeirra yfirgefur horg
feðra þeirra, hús og verzlun kemst í
fjarskyldar hendur. Thomas fylgir
móður sinni eftir. Hafði hann ekki
brugðizt sínum horgaralegu sonar-
skyldum? Voru skáldagrillur hans
veiklun og úrkynjun? Eftir Budden-
brooks að dæma mætti álykta svo.
Þar helzt aukin listhneigð í hend-
ur við taugaveiklun og hnignun ætt-
arinnar. Borgarinn er, áður en lista-
hneigðin kemur til sögu, heilbrigður,
lífsglaður og heill í lund. Svo er um
fyrstu tvo ættliðina í Buddenbrooks-
fjölskyldunni og eins Hagerström,
hinn unga broddborgaralega keppi-
naut sem er að ryðja sér til valda og
upphefðar. Fram eftir öllu í verkum
skáldsins er borgarinn, hinn óbreytti
og einfaldi, ímynd heilbrigði og lífs-
gleði eða ólgandi af lífsfjöri, eins og
Klöterjahn í Tristan eða hinn ógleym-
aidegi Peeperkorn í Töfrafjallinu sem
kemur öllu á hreyfingu kringum sig
svo að fulltrúar andans verða hégóm-
legir nöldurkarlar við hlið hans.
Fjöldi persóna af þessari gerð vitnar
um ítök borgarans í skáldinu. Tóníó
Kröger, sem er sjálfsmynd höfundar,
lýsir með tregablöndnum huga til-
beiðslu sinni og ást á hinum æsku-
glöðu borgurum, Hans og Ingibjörgu,
skólasystkinum hans. Hann er skáld,
dæmt til að standa „utan við lífið“, en
„dýpstu og leyndustu ást hans“ eiga
borgararnir „hinir Ijóshærðu og blá-
eygu, hinir björtu og Hfsglöðu, hinir
hamingjusömu, óbreyttu og elsku-
Iegu“ sem dregin er upp hin heillandi
mynd af í persónum þeirra Ingibjarg-
ar og Hans. Hin rússneska vinkona
Tóníós, Lisaveta, kallar hann „villu-
ráfandi horgara“, og sjálfur gefur
hann sér þessa einkunn: „borgari sem
villtist inn á listabrautina, týndur son-
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
241
16