Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 51
THOMAS MANN Hinn borgaralegi uppruni er skáld- inu augljós samvizkuspurning lengi fram eftir og vandamál sem hann glímir við í hverju verkinu af öðru. Hversvegna hafði hann, stórkaup- mannssonurinn, gerzt skáld? Var hann á réttri leið? Hafði hann ekki með því að gerast skáld brugðizt ætt- arskyldu sinni? Og var hann ekki, þó að hann hefði gerzt skáld, í raun og sannleika borgari? Þessar spurning- ar sóttu á hug hans. Jafnhliða fær hann þær hugmyndir úr heimspeki Schopenhauers og Nietzsches og úr tónlist Wagners og skáldritum Dosto- jevskís að listgáfan sé sjúkdómur í manninum og viti að dauðanum. Með það sjónarmið í huga ritar Thomas fyrstu skáldsögu sína, Bud- denbrooks, þar sem hann leitast við að komast fyrir rætur sjálfs sín og þeirra andstæðna sem hann finnur togast á í brjósti sínu. Buddenbrooks er saga ættar hans sjálfs. Kemur hún ekki einmitt heim við þessar sjúk- dómskenningar? Forfeður höfundar- ins höfðu verið traustir borgarar og faðir hans haldið í horfinu. En ættin var sýkt: Tveir synir hans gerast skáld. Móðir þeirra yfirgefur horg feðra þeirra, hús og verzlun kemst í fjarskyldar hendur. Thomas fylgir móður sinni eftir. Hafði hann ekki brugðizt sínum horgaralegu sonar- skyldum? Voru skáldagrillur hans veiklun og úrkynjun? Eftir Budden- brooks að dæma mætti álykta svo. Þar helzt aukin listhneigð í hend- ur við taugaveiklun og hnignun ætt- arinnar. Borgarinn er, áður en lista- hneigðin kemur til sögu, heilbrigður, lífsglaður og heill í lund. Svo er um fyrstu tvo ættliðina í Buddenbrooks- fjölskyldunni og eins Hagerström, hinn unga broddborgaralega keppi- naut sem er að ryðja sér til valda og upphefðar. Fram eftir öllu í verkum skáldsins er borgarinn, hinn óbreytti og einfaldi, ímynd heilbrigði og lífs- gleði eða ólgandi af lífsfjöri, eins og Klöterjahn í Tristan eða hinn ógleym- aidegi Peeperkorn í Töfrafjallinu sem kemur öllu á hreyfingu kringum sig svo að fulltrúar andans verða hégóm- legir nöldurkarlar við hlið hans. Fjöldi persóna af þessari gerð vitnar um ítök borgarans í skáldinu. Tóníó Kröger, sem er sjálfsmynd höfundar, lýsir með tregablöndnum huga til- beiðslu sinni og ást á hinum æsku- glöðu borgurum, Hans og Ingibjörgu, skólasystkinum hans. Hann er skáld, dæmt til að standa „utan við lífið“, en „dýpstu og leyndustu ást hans“ eiga borgararnir „hinir Ijóshærðu og blá- eygu, hinir björtu og Hfsglöðu, hinir hamingjusömu, óbreyttu og elsku- Iegu“ sem dregin er upp hin heillandi mynd af í persónum þeirra Ingibjarg- ar og Hans. Hin rússneska vinkona Tóníós, Lisaveta, kallar hann „villu- ráfandi horgara“, og sjálfur gefur hann sér þessa einkunn: „borgari sem villtist inn á listabrautina, týndur son- TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 241 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.