Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 130
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Tveir kaflar í Alþýðubóhinni, „Þjóðerni“ og „Um Jónas Hallgrímsson“, bera
því fagurt vitni. Reyndar eru allar helztu persónur Heiðarinnar fullar af
þjóðarmetnaöi: kaupfélagsstjórinn, faðir hans ferjumaðurinn, prófasturinn,
að ógleymdum skóaranum og Stefáni Stefánssyni skáldi. Sama er að segja um
lækninn, þó með öðrum hætti sé. Allir sem einn maður munu þeir fordæma
„helvítið hann Fíólín“ og svik þessa vesturfara við föðurland sitt. Svipar áliti
þeirra mjög til skoðana þeirra, sem Halldór gerist sjálfur talsmaður fyrir á
ameríkuárum sínum. „Hvern Djöfulinn vilja Íslendíngar líka vera að grafa
skurði í Saskatchewan?“ spyr hann í bréfi til Ragnars Kvarans 19. nóvember
1927. Og ritgerðin „Þjóðerni“ ber vott um vonbrigði höfundarins út af Amer-
íku, samfara auknum metnaði fyrir hönd íslands. En í Heiðinni hefur skáldinu
enn ekki tekizt að samræma þjóðfélagsgagnrýni og þjóðerniskennd, að láta
þessar andstæður togast á í blæbrigðaríkum samleik. Framsetningin er of
grófgerð, hana vantar ekki hvað sízt hina glitrandi kímni, sem heillar lesand-
ann í Sjálfstœðu fólhi.
Annars er þjóðfélagsgagnrýnin engan veginn léttari á metunum í sögunni
um Bjart heldur en í Heiðinni. Þó hún sé ekki eins áberandi á yfirborðinu, þá
ristir hún samt dýpra og verður að þungri undiröldu gegnum allt verkið. Hug-
takið stéttabarátta í marxískum skilningi hefur fært skáldinu nýja möguleika
til að skapa meiri og áhrifaríkari andstæður innan sögunnar. Leið hans þangað
verður ekki rakin hér. En gera má ráð fyrir, að ýmsar greinar um málefni
bænda í tímaritinu Rjettur árin 1926—1931, m. a. eftir Brynjólf Bjarnason og
Einar Olgeirsson, hafi átt sinn þátt í þessari þróun. Loks hefur auðvitað heim-
sókn Halldórs til Ráðstjórnarríkjanna árið 1932 haft mikla þýðingu. En ferða-
saga hans, / Austurvegi (1933), fjallar að mestu leyti um landbúnað. Ýmis
sjónarmið, jafnvel sum orðatiltæki, úr þessu kveri hefur skáldið notfært sér í
Sjálfstœðu fólhi. í Eftirmála að annarri útgáfu af sögunni, 1952, hefur hann
minnzt sjálfur lítilsháttar á þessar forsendur hennar. Hann nefnir fyrstu gerð
sögunnar frá Los Angeles „ófullkomin drög“; þekkingarskortur hans á efninu
hafi fljótt orðið honum ljós:
ekki fyren þrem árum seinna hafði ég heyað mér til viðbótar, svo ég þyrði að byrja á nýa-
leik; það var í Berlín 1932. Það haust fór ég til Ráðstjómarríkjanna að kynnast stöðu
bænda í þjóðfélagsskipuninni þar, en einmitt á þeim misserum var samyrkjuhreyfíngin að
ryðja sér til rúms í landi þessu. í raunveruleikaskoðun þeirra sovétmanna á málinu, þar
sem aungvir ljóðrænir sérvitríngar komust að til að villa um fyrir rannsóknaranum, varð
mér fljótt starsýnt á nokkra höfuðdráttu, en þar á meðal var hin einfalda en að því skapi
glöggvandi skiftíng bænda eftir stétt: stórbændur, meðalbændur, smábændur. Þessi skift-
íng, sem manni finst eftirá hluta sjálfsögðust, lauk í raun og veru upp fyrir mér öllu vanda-
320