Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ann til jafn annarlegs starfs og yrkinga; ég hef kunnað þær frá því ég sá þær
fyrst, ungur drengur.
Já Kjarval er orðinn sjötugur, yngstur brautryðjendanna þriggja í íslenzkri
málaralist. í hálfa öld hefur hann unnið að list sinni, heill og óskiptur, oft nótt
með degi, og fórnað öllu hinu eina nauðsynlega: þeirri myndsköpun sem er
köllun hans og örlög. Það er mikil saga um baráttu og sigurlaun, ævintýri um
karlssoninn og ríkið. Vegna þessa afmælis hefur Menntamálaráð efnt til sýn-
ingar í Listasafni ríkisins á nokkrum úrvalsmyndum meistarans, ég segi nokkr-
um myndum, því þó þær fylli salarkynni safnsins eru þær ekki nema brot af
því sem hann hefur bezt gert. En sýningin er mikið fagnaðarefni og það er
ómetanlegt að fá slíka sýn yfir starfsferil listamannsins í fimmtíu ár. Hér eru
myndir af ólíkustu gerð og þó allar brenndar marki höfundar, hvort sem þær
eru ljósar eða myrkar, hvort sem liturinn er settur á léreftið í smágerðum
strikum og tiglum eða flæðir yfir myndflötinn safaríkur og máttugur, já dul-
úðgur og storkandi. Hér sjáum við landið, grábrún hraun og gulgrænan mosa
sem er vorið sjálft, nakin fjöll og hamraborgir, álfheima, kynjaverur, fólk og
skip, að ógleymdum fuglum og dýrum, land í deiglu sköpunar, í þrotlausri
verðandi, land listamannsins, hamskipti hinnar ríku og heitu skapgerðar þessa
tröllaukna íslenzka myndsköpuðar. Og þó þetta land hafi orðið til í hug og
handaverkum Kjarvals, þekkjum við það öll og elskum af því hann hefur alið
okkur upp við það, gefið okkur það til ævarandi eignar og varðveizlu. Jóhann-
es Kjarval er einn hinna fáu sem hefur auðnast að skapa það sem við dauðleg-
ir menn kölluin eilífa list. Og askur hans, hinn hái baðmur, mun standa um
aldir heill og grænn ausinn öllum litum Ijóssins, sem hvergi er fegurra og tærra
en yfir landinu okkar, íslandi.
21. október 1955
SNORRI HJARTARSON
196