Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ann til jafn annarlegs starfs og yrkinga; ég hef kunnað þær frá því ég sá þær fyrst, ungur drengur. Já Kjarval er orðinn sjötugur, yngstur brautryðjendanna þriggja í íslenzkri málaralist. í hálfa öld hefur hann unnið að list sinni, heill og óskiptur, oft nótt með degi, og fórnað öllu hinu eina nauðsynlega: þeirri myndsköpun sem er köllun hans og örlög. Það er mikil saga um baráttu og sigurlaun, ævintýri um karlssoninn og ríkið. Vegna þessa afmælis hefur Menntamálaráð efnt til sýn- ingar í Listasafni ríkisins á nokkrum úrvalsmyndum meistarans, ég segi nokkr- um myndum, því þó þær fylli salarkynni safnsins eru þær ekki nema brot af því sem hann hefur bezt gert. En sýningin er mikið fagnaðarefni og það er ómetanlegt að fá slíka sýn yfir starfsferil listamannsins í fimmtíu ár. Hér eru myndir af ólíkustu gerð og þó allar brenndar marki höfundar, hvort sem þær eru ljósar eða myrkar, hvort sem liturinn er settur á léreftið í smágerðum strikum og tiglum eða flæðir yfir myndflötinn safaríkur og máttugur, já dul- úðgur og storkandi. Hér sjáum við landið, grábrún hraun og gulgrænan mosa sem er vorið sjálft, nakin fjöll og hamraborgir, álfheima, kynjaverur, fólk og skip, að ógleymdum fuglum og dýrum, land í deiglu sköpunar, í þrotlausri verðandi, land listamannsins, hamskipti hinnar ríku og heitu skapgerðar þessa tröllaukna íslenzka myndsköpuðar. Og þó þetta land hafi orðið til í hug og handaverkum Kjarvals, þekkjum við það öll og elskum af því hann hefur alið okkur upp við það, gefið okkur það til ævarandi eignar og varðveizlu. Jóhann- es Kjarval er einn hinna fáu sem hefur auðnast að skapa það sem við dauðleg- ir menn kölluin eilífa list. Og askur hans, hinn hái baðmur, mun standa um aldir heill og grænn ausinn öllum litum Ijóssins, sem hvergi er fegurra og tærra en yfir landinu okkar, íslandi. 21. október 1955 SNORRI HJARTARSON 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.