Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
jafnvel vélabrögð snoturra áróðursmanna
bolsévíka. Gaman væri að sjá hvenær Rúss-
ar gengju inn á afnám sinna eigin herstöðva
eða afvopnun þar í landi?
En hver er nú reynslan á þessum stutta
tíma sem liðinn er síðan friðarþingið í
Helsinki var háð? I sumar lýstu Rússar því
yfir að þeir hygðust minnka herafla sinn um
640.000 á þessu ári og hafa önnur Austur-
Evrópuríki síðan fetað í fótspor þeirra sem
kunnugt er. En mesta gleðiefni er það þó
fyrir okkur fslendinga að nú hafa Rússar
skilað Finnum herstöð sinni á Porkkala-
skaga. Ennfremur hafa þeir nú boðizt til
þess að flytja her sinn burtu úr Þýzkalandi,
ef Vesturveldin geri siíkt hið sama. Síðast
en ekki sízt hafa Rússar komið því til leiðar
að Austurríki hefur losnað við erlenda her-
setu, fengið fullkomið sjálfstæði og lýst
ævarandi hlutleysi í öllum styrjöldum. Það
má því með sanni segja að stefnuskrá frið-
arþingsins er ekki aðeins klingjandi hljóm-
ur og hvellandi bjalla. Sannarlega hefur
hinum mestu bjartsýnismönnum á friðar-
arþinginu, er stóðu að samþykkt stefnu-
skrárinnar, aldrei dottið í hug að svo rösk-
lega yrði hafizt handa um framkvæmd henn-
ar sem raun varð á. Aðgerðir Sovétstjórnar-
innar á þessu stutta tímabili hafa tekið af
öll tvímæli um að ýmsum hinum voldugustu
og fjölmennustu þjóðum heims, þ. e. Rúss-
um, Kínverjum og Indverjum og fjölmörg-
um öðrum er það hið mesta kappsmál að
koma stefnuskránni í framkvæmd. Það er
því áþreifanlegt að hún er hvorki óska-
draumur óraunsærra hugsjónamanna eða
áróðurssvindl kænna konnúnista heldur er
hún að verða að veruleika. Nú má enginn-
ætla að þessi góða byrjun sé nokkur trygg-
ing fyrir því að stefnuskrá þessi verði full-
komiega framkvæmd í fljótu hasti. Þess
verður að gæta að það eru aðeins Rússar og
nánustu bandamenn þeirra sem hafa gefið
fyrirheit um afvopnun nokkurs hluta hers
síns. Ennfremur hafa engir aðrir en Rússar
skilað herstöðvum utan landamæra sinna af
frjálsum vilja. Að vísu liafa Englendingar
horfið með her sinn frá Suezeiði, en það
gerðu þeir þó með stórri nauðung vegna
þess að þeir treystu sér ekki til að etja
kappi við Egypta er til lengdar léti. Það
eru því einungis austan-járntjaldsmenn sem
hafa hafið þessar framkvæmdir og eins
dyist það engum að hugmyndin um afvopn-
un og afnám herstöðva mætir gífurlegri
andúð hjá mörgum hinna voldugustu manna
á Vesturlöndum, einkum í Bandaríkjum
Norður-Ameríku. Það verður því að berjast
harðri baráttu til þess að knýja stjómir
hinna vestrænu stórvelda til þess að hefjast
handa og feta f fótspor Rússa.
AUir þeir sem friði unna og frelsi hinna
smærri þjóða, þeir sem velja fremur jöfnuð
en ójöfnuð í samskiptum þjóðanna verða
því að herða baráttuna. Enginn þarf að ef-
ast um, að þeir eiga óteljandi bandamenn
um allan heim. Er það því aðalhlutverk
friðarsinna hér á Vesturlöndum nú sem
stendur að vekja skilning almennings á gildi
friðarhreyfingarinnar. Við íslendingar meg-
um fyrst og fremst minnast þess, að sigur
hennar þýðir afnám herstöðva Bandaríkja-
manna hér og fullkomið frelsi og sjálfstæði
landsins.
202