Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR jafnvel vélabrögð snoturra áróðursmanna bolsévíka. Gaman væri að sjá hvenær Rúss- ar gengju inn á afnám sinna eigin herstöðva eða afvopnun þar í landi? En hver er nú reynslan á þessum stutta tíma sem liðinn er síðan friðarþingið í Helsinki var háð? I sumar lýstu Rússar því yfir að þeir hygðust minnka herafla sinn um 640.000 á þessu ári og hafa önnur Austur- Evrópuríki síðan fetað í fótspor þeirra sem kunnugt er. En mesta gleðiefni er það þó fyrir okkur fslendinga að nú hafa Rússar skilað Finnum herstöð sinni á Porkkala- skaga. Ennfremur hafa þeir nú boðizt til þess að flytja her sinn burtu úr Þýzkalandi, ef Vesturveldin geri siíkt hið sama. Síðast en ekki sízt hafa Rússar komið því til leiðar að Austurríki hefur losnað við erlenda her- setu, fengið fullkomið sjálfstæði og lýst ævarandi hlutleysi í öllum styrjöldum. Það má því með sanni segja að stefnuskrá frið- arþingsins er ekki aðeins klingjandi hljóm- ur og hvellandi bjalla. Sannarlega hefur hinum mestu bjartsýnismönnum á friðar- arþinginu, er stóðu að samþykkt stefnu- skrárinnar, aldrei dottið í hug að svo rösk- lega yrði hafizt handa um framkvæmd henn- ar sem raun varð á. Aðgerðir Sovétstjórnar- innar á þessu stutta tímabili hafa tekið af öll tvímæli um að ýmsum hinum voldugustu og fjölmennustu þjóðum heims, þ. e. Rúss- um, Kínverjum og Indverjum og fjölmörg- um öðrum er það hið mesta kappsmál að koma stefnuskránni í framkvæmd. Það er því áþreifanlegt að hún er hvorki óska- draumur óraunsærra hugsjónamanna eða áróðurssvindl kænna konnúnista heldur er hún að verða að veruleika. Nú má enginn- ætla að þessi góða byrjun sé nokkur trygg- ing fyrir því að stefnuskrá þessi verði full- komiega framkvæmd í fljótu hasti. Þess verður að gæta að það eru aðeins Rússar og nánustu bandamenn þeirra sem hafa gefið fyrirheit um afvopnun nokkurs hluta hers síns. Ennfremur hafa engir aðrir en Rússar skilað herstöðvum utan landamæra sinna af frjálsum vilja. Að vísu liafa Englendingar horfið með her sinn frá Suezeiði, en það gerðu þeir þó með stórri nauðung vegna þess að þeir treystu sér ekki til að etja kappi við Egypta er til lengdar léti. Það eru því einungis austan-járntjaldsmenn sem hafa hafið þessar framkvæmdir og eins dyist það engum að hugmyndin um afvopn- un og afnám herstöðva mætir gífurlegri andúð hjá mörgum hinna voldugustu manna á Vesturlöndum, einkum í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Það verður því að berjast harðri baráttu til þess að knýja stjómir hinna vestrænu stórvelda til þess að hefjast handa og feta f fótspor Rússa. AUir þeir sem friði unna og frelsi hinna smærri þjóða, þeir sem velja fremur jöfnuð en ójöfnuð í samskiptum þjóðanna verða því að herða baráttuna. Enginn þarf að ef- ast um, að þeir eiga óteljandi bandamenn um allan heim. Er það því aðalhlutverk friðarsinna hér á Vesturlöndum nú sem stendur að vekja skilning almennings á gildi friðarhreyfingarinnar. Við íslendingar meg- um fyrst og fremst minnast þess, að sigur hennar þýðir afnám herstöðva Bandaríkja- manna hér og fullkomið frelsi og sjálfstæði landsins. 202
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.