Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 73
THOMAS MANN
öld hraðans hlaupa þeir jafnvel frá
bókunum, frá skáldsögunni, frá vís-
indaritinu, frá þekkingunni, yfir í
vikuritin, blöðin, útvarpið, inn í kvik-
myndahúsin. Það er ekki tími til ann-
ars, segja menn, það verður að gleypa
allt í sig hrátt.
Einn rithöfundur a. m. k., Thomas
Mann, virðist ósnortinn af öld hrað-
ans. Vinnubrögð hans við verk sín
minna fremur á kirkjubyggingar mið-
alda sem tók aldir að reisa. Samtímis
því að flestir hræðast langar skáldsög-
ur, og ýmsir hafa viljað spá að skáld-
sagan sé úrelt listform, hefur Thomas
Mann í andstöðu við tímans lögmál
hlaðið kirkju sína stein fyrir stein af
stakri þolinmæði og nákvæmni, eins
og hann gerði ráð fyrir að lesendur
sínir hefðu líka óendanlegan tíma.
Skáldsögur hans hver af annarri eru
geysistór verk, Buddenbrooks og
Doktor Faustus um 800 þéttprentaðar
síður hvor, Töfrafjallið nær 1200 síð-
ur, Jósef og bræður hans fjögur mikil
bindi, 2000 síðna verk. Hann var tólf
ár með Töfrafjallið, sextán ár með
Jósef og bræður hans.
En hafa þá ekki verk hans verið
dauð og áhrifalaus? Skrifar hann
ekki fyrir eilífðina? Les þau nokkur á
öld hraðans ? Ekki er því að neita að
oft heyrist spurt: Er Thomas Mann
ekki þrautleiðinlegur, hefur nokkur
tíma til að lesa hann. Hvernig á að
svara slíkum spurningum nema með
öðrum á móti? Er ekki verkamaður-
inn sem ekki lítur upp frá starfi sínu
þrautleiðinlegur, allt annað en farþegi
á skemmtiferð kringum hnöttinn? Er
ekki vísindamaðurinn leiðinlegur?
Er ekki dísilvélin þrautleiðinleg, erf-
ið og flókin að kynnast henni? Er
ekki tímatöf að læra á hana? Nei,
verk Thomasar Manns hafa ekki, ekki
á öld hraðans, fallið dauð í gleymsku.
Hinar löngu þungu og flóknu skáld-
sögur hans eru lesnar af miljónum
manna uin allan heini. Það skyldu þó
ekki vera verk, unnin í sama anda og
þær, sem eru undirstraumar alls í bók-
menntunum ? Einmitt vera þessi verk
sem knýja hraðann iram og lyfta
manninum lengst á veg? Það skyldi
þó ekki að öllu samanlögðu vera tíma-
sparnaður að lesa þau?
263