Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 141
UMSAGNIR UM BÆKUR
Þessa fullyrðingu er skylt að rökstyðja
með nokkrum hætti, svo erfitt sem reyndar
er að ætla sér slíkt þegar listaverk á í hlut.
Jóhannes úr Kötlum hefur einatt verið
mikið skáld náttúrunnar. Hann hefur ort
margt bæði stórbrotið og fagurlega um nátt-
úru íslands, og honum hefur aldrei tekizt
betur upp en þegar hann er í huganum
kominn í sveitadal þann sem hann fæddist í
og ólst upp. Það standa því ótal fagrar lýs-
ingar á íslenzkri náttúru í eldri kvæðum Jó-
hannesar. Ekki skal heldur úr því dregið að
náttúrulýsingar sem slíkar eru veglegur
skáldskapur, og margt snilldarverkið í ís-
lenzkum og erlendum bókmenntum helgað
þeim.
I annan stað hefur list Jóhannesar um
tuttugu ára skeið verið helguð örlagabar-
áttu mannsins á tímum kreppu, fasisma og
styrjaldar. Framan af glímdi hann við skiln-
ing á sjálfum sér og tilveru sinni sem fá-
tæks manns í drottins auðugu veröld. En
eftir að honum gafst sú vitneskja að mað-
urinn er smiður örlaga sinna og að verklýðs-
stéttin er á dögum okkar skapari nýrrar
mannkynssögu, og með henni ætti hann
sjálfur samleið, þá sættist hann bæði við
guð og menn og gerðist baráttuskáld al-
þýðunnar, svo að meginið af kvæðum hans
er þjóðfélagslegs efnis og mörg þeirra
magnþrunginn kveðskapur, sem ber með
því hæsta í Ijóðagerð samtímans og hefur
skipað Jóhannesi á fremsta bekk meðal
skálda eða réttara sagt í brjóstfylkingu.
Vegna þjóðfélagskvæða sinna sem borin
eru upp af háleitustu hugsjón nútímans nýt-
ur hann líka virðingar sem fá skáld önnur.
En hversu hátt sem við metum jafnt nátt-
úruljóðin sem þjóðfélagskvæðin, er Jóhann-
es hefur áður ort, hefur hann ekki fyrr en
með þessari ljóðabók, Sjödægru, orðið sá
listamaður sem lyftir sér í hinar efstu skáld-
legu byggðir. Til þess að koma í veg fyrir
hugsanlegan misskilning skal tekið fram að
ekki kemur máli við, hvort kvæðin hér eru
rímuð eða órímuð, hvort þau fylgja göml-
um bragreglum eða ekki. Slík lágkúrusjón-
armið eru utan við alla skynsamlega dóma
um list. Það er annað sem ræður úrslitum:
Jóhannes hefur í þessari ljóðabók sinni öðl-
azt þá listamanns sýn yfir hug sjálfs sín,
náttúruna, mannfélagið og alheim sem sér
allt í einu ljósi og samhengi, og honum tekst
sem aldrei áður að samtengja myndir hug-
ar og náttúru í hverju kvæðinu af öðru í
nýja listræna heildarmynd.
Ekki er ástæða til að nefna mörg dæmi
þessu til stuðnings heldur biðja lesendur
sjálfa að líta yfir kvæðin frá þessu sjónar-
miði. Hversu fögur er sumargleði manns og
náttúru í kvæðinu A Seljumannamessu:
011 augu ljóma í morgunsárinu:
bamsaugun fuglsaugun snigilaugun
og litla bláskæra kattaraugað
Eða hryggð alls lífs í Jafndœgri á haust
þegar „gullöld fiðrildanna er liðin“:
I nótt hemar poll
á morgun glingrar lækurinn við kristal
hinn blandaði kór móans er floginn burt
og sál mín hrygg allt til dauða.
Einnig myndirnar, sólarlag í Reykjavík,
náttúruumhverfið, hljómar frá lýðveldis-
dansinum á Lækjartorgi, stúlkan og skáldið
úti á grandanum, fjögra ára lýðveldisbamið,
sem allar samtengjast í nýja mynd biturrar
kaldhæðni í Ijóðinu KveSið vestur á Granda
(17. júní 1948). Þannig mætti lengi telja.
Samgróið líf manns og náttúru birtist í
Mater dolorosa og um leið eilíf mynd mann-
legrar tilveru biaktandi milli þjáningar og
bjartra vona.
Þú andaðir á frostrósirnar
en það var engin miskunn:
aðeins þessi svarta nótt
331