Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Síða 141
UMSAGNIR UM BÆKUR Þessa fullyrðingu er skylt að rökstyðja með nokkrum hætti, svo erfitt sem reyndar er að ætla sér slíkt þegar listaverk á í hlut. Jóhannes úr Kötlum hefur einatt verið mikið skáld náttúrunnar. Hann hefur ort margt bæði stórbrotið og fagurlega um nátt- úru íslands, og honum hefur aldrei tekizt betur upp en þegar hann er í huganum kominn í sveitadal þann sem hann fæddist í og ólst upp. Það standa því ótal fagrar lýs- ingar á íslenzkri náttúru í eldri kvæðum Jó- hannesar. Ekki skal heldur úr því dregið að náttúrulýsingar sem slíkar eru veglegur skáldskapur, og margt snilldarverkið í ís- lenzkum og erlendum bókmenntum helgað þeim. I annan stað hefur list Jóhannesar um tuttugu ára skeið verið helguð örlagabar- áttu mannsins á tímum kreppu, fasisma og styrjaldar. Framan af glímdi hann við skiln- ing á sjálfum sér og tilveru sinni sem fá- tæks manns í drottins auðugu veröld. En eftir að honum gafst sú vitneskja að mað- urinn er smiður örlaga sinna og að verklýðs- stéttin er á dögum okkar skapari nýrrar mannkynssögu, og með henni ætti hann sjálfur samleið, þá sættist hann bæði við guð og menn og gerðist baráttuskáld al- þýðunnar, svo að meginið af kvæðum hans er þjóðfélagslegs efnis og mörg þeirra magnþrunginn kveðskapur, sem ber með því hæsta í Ijóðagerð samtímans og hefur skipað Jóhannesi á fremsta bekk meðal skálda eða réttara sagt í brjóstfylkingu. Vegna þjóðfélagskvæða sinna sem borin eru upp af háleitustu hugsjón nútímans nýt- ur hann líka virðingar sem fá skáld önnur. En hversu hátt sem við metum jafnt nátt- úruljóðin sem þjóðfélagskvæðin, er Jóhann- es hefur áður ort, hefur hann ekki fyrr en með þessari ljóðabók, Sjödægru, orðið sá listamaður sem lyftir sér í hinar efstu skáld- legu byggðir. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlegan misskilning skal tekið fram að ekki kemur máli við, hvort kvæðin hér eru rímuð eða órímuð, hvort þau fylgja göml- um bragreglum eða ekki. Slík lágkúrusjón- armið eru utan við alla skynsamlega dóma um list. Það er annað sem ræður úrslitum: Jóhannes hefur í þessari ljóðabók sinni öðl- azt þá listamanns sýn yfir hug sjálfs sín, náttúruna, mannfélagið og alheim sem sér allt í einu ljósi og samhengi, og honum tekst sem aldrei áður að samtengja myndir hug- ar og náttúru í hverju kvæðinu af öðru í nýja listræna heildarmynd. Ekki er ástæða til að nefna mörg dæmi þessu til stuðnings heldur biðja lesendur sjálfa að líta yfir kvæðin frá þessu sjónar- miði. Hversu fögur er sumargleði manns og náttúru í kvæðinu A Seljumannamessu: 011 augu ljóma í morgunsárinu: bamsaugun fuglsaugun snigilaugun og litla bláskæra kattaraugað Eða hryggð alls lífs í Jafndœgri á haust þegar „gullöld fiðrildanna er liðin“: I nótt hemar poll á morgun glingrar lækurinn við kristal hinn blandaði kór móans er floginn burt og sál mín hrygg allt til dauða. Einnig myndirnar, sólarlag í Reykjavík, náttúruumhverfið, hljómar frá lýðveldis- dansinum á Lækjartorgi, stúlkan og skáldið úti á grandanum, fjögra ára lýðveldisbamið, sem allar samtengjast í nýja mynd biturrar kaldhæðni í Ijóðinu KveSið vestur á Granda (17. júní 1948). Þannig mætti lengi telja. Samgróið líf manns og náttúru birtist í Mater dolorosa og um leið eilíf mynd mann- legrar tilveru biaktandi milli þjáningar og bjartra vona. Þú andaðir á frostrósirnar en það var engin miskunn: aðeins þessi svarta nótt 331
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.