Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 85
NÆTURLEIKTR verða sex einn daginn kemur móðirin inn í eldhúsið þar sem hann situr við borðið og er að reikna heimadæmi. Hún þrífur af honum reiknibókina og togar hann upp af sófanum. — Farðu til pabba, segir hún og dregur hann fram í forstofuna og stendur síðan að baki honum til að hindra að hann strjúki, farðu til pabba og skilaðu til hans frá mér að þú eigir að sækja peningana. Dagarnir eru verri en næturnar. Leikir næturinnar taka mjög fram leikum dagsins. A næturnar getur maður verið ósýnilegur og þeyst fyrir ofan þökin þangað sem manns er þörf. Á daginn er maður ekki ósýnilegur. Á daginn er atburðarásin ekki eins hröð, á daginn er ekki eins gaman að leika sér. Áki kemur út úr dyrunum og er ekki vitund ósýnilegur. Sonur húsvarðarins togar í frakkann hans og vill fá hann til að koma í kúluleik, en Áki veit að móðirin stendur við gluggann uppi og starir á eftir honum þangað til hann er horfinn fyrir hornið og þess vegna rífur hann sig lausan án þess að segja nokkurt orð og hleypur í burtu eins og einhver væri á hælunum á honum. En um leið og hann er kominn í hvarf byrjar hann að ganga eins hægt og hann getur og telja hellurnar í gangstéttinni og hrákadellurnar á þeim. Strákur húsvarðarins nær honum en Áki svarar honum ekki, því ekki er hægt að segja neinum að maður hafi verið sendur út af örkinni að leita föður síns sem sé ókominn heim með vikulaunin sín. Að lokum gefst sonur húsvarðarins upp og Áki þokast sífellt nær þeim stað sem hann vill ekki koma nærri. Hann læzt vera á leið stöðugt lengra burtu frá honum, en það er alls ekki satt. Hins vegar fer hann fram hjá kránni fyrst. Hann gengur svo nærri dyraverð- inum að hann tautar eitthvað á eftir honum. Hann beygir inn í þrönga hliðar- götu og stanzar framan við verkstæðið þar sem pabbi hans vinnur. Skömmu síðar gengur hann inn í húsagarðinn og lætur sem faðir hans sé þar enn, hafi falið sig einhvers staðar bak við tunnurnar eða pokana og bíði eftir því að Áki komi og leiti að honum. Áki lyftir hlemmunum af máluðum tunnunum og verður jafn undrandi í hvert skipti yfir því, að faðir hans skuli ekki sitja samanhnipraður niðri í tunnunni. Þegar hann er búinn að leita í garðinum nærri hálfa klukkustund er honum orðið ljóst að pabbi hans getur ekki hafa falið sig þar, og því fer hann sömu leið til baka. Við hliðina á kránni er glervörubúð og úrsmíðavinnustofa. Áki stendur fyrst stundarkorn og horfir í sýningarglugga glerbúðarinnar. Hann reynir að kasta tölu á hundana, fyrst keramíkhundana í glugganum, síðan þá sem hann grillir í ef hann ber hönd fyrir augu og skyggnist um hillur og borð inni í búð- inni. í því kemur úrsmiðurinn út og dregur járngrindina fyrir gluggann hjá 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.