Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 145

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Page 145
UMSAGNIR UM BÆKUR um, sums staðar rekur hver viUan aðra, kannski d sömu síðunni, svo sem á 114. bls. I. bd., 115. bls. II. bd. og víðar, en svo lang- ir kaflar prentvillulausir á milli. Það er eins og prófarkalestur hafi stundum verið gerð- ur í keppni við prentvélarnar. Annars hefur þýðandinn lent í sömu vandræðum og aðrir þeir sem þurfa að staf- setja rússnesk nöfn í íslenzkum texta, en það er hvernig með þau skuli farið. Eins og kunnugt er er rússneska ekki rituð latínuletri eins og flest önnur Evrópumál, heldur sérstöku stafrófi, en hver þjóð hefur sinn hátt á að rita rússnesk nöfn í sinni tungu. Þó hefur engin slík umritunarvenja orðið föst í íslenzku, en enskur ritháttur flæðir yfir og er þó engin umritun f jarstæð- ari íslenzkri tungu en ensk, þar sem fram- burður allur og stafsetning eru svo ólík. Leifur hefur sloppið með skynsemd fram hjá flestum slíkum gildrum. Ég kann þó ekki við að rússneska endingin -v (svo sem í Denísov, Rostov, Kútúsov) er í þýðingunni jafnan rituð -/. Hún er raunar borin fram líkast //, en umritunum verður aldrei vel hagað, ef fylgja á fremur framburðarregl- um en umrita staf fyrir staf. Þá yrðum við til samræmis að rita til dæmis Nevski með /, og Odessa og Moskva með a í staðinn fyrir o af því að það væri líkast framburði. Slíkur eltingarleikur við mismunandi fram- burðarreglur getur aldrei orðið góður. Þó eru s-hljóðin ef til vill verst viðureignar í umritun rússneskra nafna, en þar væri ein- faldasta lausnin sjálfsagt bezt: að skrifa alltaf venjulegt s fyrir öll hljóðin, nema ef til vill þar sem er einhvers konar ts-hljóð, þar mætti rita ts. Svipaður háttur hefur komizt á um ýmis kínversk orð, svo sem Sjú En Læ. — En annars var ekki ætlunin að reifa hér í einstökum atriðum hvemig skyn- samlegast mundi vera að rita rússnesk nöfn á íslenzku, það verður að bíða betri tíma, og skal því staðar numið. Hafi þýðandi og útgefendur þökk fyrir viðvikið. Árni Böðvarsson. Davíð Steíánsson: Eg sigler i haust Dikt i utval. Norsk omdikting ved Ivar Orgland. Helgafell 21. januar 1955. Löngum hafa íslendingar og Norðmenn talið til skyldleika hvorir við aðra, en ekki hefur sú frændsemi alltaf verið rækt mikið. Það er eins og sumum hafi um skeið fund- izt heppilegra að við hefðum tiltölulega minni tengsl við frændþjóðirnar á Norður- löndum en aðrar voldugri þjóðir. Og ekki verður annað sagt en við höfum sýnt þeirri Norðuriandaþjóðinni sem næst okkur býr, Færeyingum, furðulegt tómlæti. Forystu- menn íslenzka ríkisins hafa ekki talið heppilegt að láta í ljós neina samúð með baráttu þeirra fyrir jafnrétti við aðra menn, og fáir íslenzkir menn hafa lagt á sig að læra tungu þeirra; hún er þó náskyldust íslenzku máli af öllum núlifandi tungum heims. Allir góðir íslendingar hafa þó hing- að til haft samúð með undirokuðum þjóð- um sem berjast fyrir rétti sínum, en ekki ætti sú samúð síður að koma fram í næsta nágrenni okkar, við ófrjálsu þjóðimar á báðar hendur. En það er víst ekki nema mannlegt — kannski lítilmannlegt — að sýna mátt sinn og hofmóðugt tómlæti þeim sem minni mátt- ar er, við höfum svo oft þótzt verða þess sama varir af hálfu stærri bræðra. Hafa ýmsir ágætir menn meðal bræðraþjóðanna þó vissulega gert sitt til að sýna íslenzkri menningu þann sóma sem við teljum arf okkar eiga skilið, og á seinustu árum hefur þar ekki sízt verið að verki Norðmaðurinn Ivar Orgland, sem um skeið hefur verið 335
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.