Tímarit Máls og menningar - 01.11.1955, Blaðsíða 136
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hallgrímsson hefði látið óort Ferða-
lok og öll önnur beztu kvæðin sín
hefði hann ekki sjö ára barnið stritað
við að raða fátæklegum eigum sínum
í upptalnings-stöku angann: ..Buxur,
vesti, brók og skó“, og Hallgrímur
Pétursson hefði vísast hæft miður í
mark mannlegs breyskleika með Pass-
íusálmum sínum, ef hann hefði ekki
ungur velt fyrir sér og leitað uppi orð
þau, sem lýsa rnættu drambi Arngríms
lærða, svo að auðkennt yrði og eftir-
minnilegt. Það er því bezt að fyrirlíta
varlega skáldæðina bæði hjá sjálfum
sér og öðrum.
Þjóðarauður okkar er ekki mikill.
Sá sjóður mætti gjarna stækka, og
það er ein leið til að auka við hann
því, sem mölur og ryð eiga erfiðan að-
gang að. Hún er sú að hirða og koma
í trygga geymslu sem mestu af þeirri
andlegri framleiðslu, sem hér verður
til með mönnum.
Ef fengin yrði syrpa allra Ijóða,
sem yrðu til í íslenzkum höfðum, þótt
aðeins væri til tekið ár eða misseri
bæri alltaf það til verðmætis, að það
sýndi hugsunarhátt, menningarstig og
viðfangsefni höfunda sinna, hversu
mikill leirburður, sem þar yrði. Slíkt
væri mikill fengur. Hitt er þó miklu
meira vert að þar myndu menn hitta
marga snjalla hugsun, sem eins og nú
er komið, er „týnt í tímans haf“ engu
síður en mannkostir betlikérlingar-
innar, sem Gestur Pálsson orti um
forðum.
Þessum auði getur enginn bjargað
nema framleiðandinn: skáldið sjálft.
Ef það gerði sér að reglu að skrifa
það sem til fellst, er hálfur sigur unn-
inn. Eins er nokkur von að sá vandi
yrki sitt, sem metur það svo mikils að
blaðfesta það, en miklu tvísýnna með
hinn, sem ekki ætlar ljóði sínu lengra
líf en aðeins fæðingarstundina.
Sumum kann að vísu að finnast svo
lítið til eigin verka koma að þeir
liggja á þeim eins og ormar á gulli
fyrir feimni sakir, öðrum finnast þau
að minnsta kosti of góð fvrir eitur-
tennur aðhlægins nágranna eða þeir
óttast um vinsældir sínar nema vel sé
þagað, en hversu sem um það er, kann
þó dótið að vera betur hirt en glatað.
Flestir þekkja vísur Æra-Tobba:
Agara, gagara nízkunös o. s. frv. og
mun fáum þykja „kostgóð andans
fæðsla“. En hvað varð ekki Grími
Thomsen úr bulli Tobba þegar hann
síðar komst í það? Skyldi ekki þvætt-
ingur fáráðlingsins hafa borgað sig
um það er lauk? Svo mætti okkur
fara, og vil ég þó engan hvetja til að
yrkja lokleysur í þeirri von að betri
maður bæti um síðar.
Fyrirfarandi ár hafa komið út sýn-
ishorn af ljóðagerð sýslna eða lands-
hluta og er vel farið.
Kröfuharðir listdómendur kunna
að vísu að telja þeim pappír betur var-
ið undir viðameira efni æfðari manna
en sumt, sem þar er fram dregið, en
mætti vera óvíst hvort svo er.
326